Að lifa jákvæðara lífi ..

Hættu að vera þinn versti óvinur eða óvinkona.  Vertu besti vinur þinn eða vinkona.

Hættu að gera lítið úr sjálfri/sjálfum þér.  Gerðu mikið úr þér!

Ekki leyfa öðrum að ákveða hver þú ert. þú getur ekki verið misheppnuð/misheppnaður nema með eigin samþykki!

Virtu þig.  Settu hátt verðmætamat á þig.

Farðu yfir hver þú ert og hvað þú getur gert.  Bættu upp veikleikana og finndu nýjan styrkleika á hverjum degi.

Skiptu út „Ég get ekki“  í  „ég get og ég skal“ ..

Komdu fram við þig af rausnarskap, eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

Sýndu samúð.  Elskaðu sjálfa/n þig og aðrir munu elska þig.

Mundu að þú ert einstök Guðs sköpun.  Sem listaverk Guðs ertu ómetanleg/ur og ekki hægt að skipta þér út.

Sjáðu fyrir þér hvað þú vilt fá út úr lífinu, færðu þig síðan nær því.  Sjáðu það og vertu það svo.

Njóttu þess að vera einstök mannvera.  Þrátt fyrir að billjón manns hafi fæðst á þessari jörð frá upphafi,  hefur aldrei verið, og verður aldrei, önnur/annar þú.

Gerðu þér grein fyrir að þú ert mikilvæg/ur fyrir allan heiminn;  það sem gerist fyrir heiminn byrjar með ÞÉR! ..

endursagt frá:  http://positive-thoughts.typepad.com/inner_wisdom/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s