Æðruleysið, sáttin, kjarkurinn, vitið. – Hugleiðsla í hádeginu.

„Þegar þú tekur frá stund á hverjum degi til að kyrra hugann,  munt þú uppgötva svolítið gott;  hið hversdagslega lif mun fara að virka mun óhversdagslegra.  Þú munt fara að njóta hins smáa og hversdagslega sem þú tókst ekki eftir áður. – Þú verður sáttari og almennt hamingjusamari. 

Í stað þess að fókusera á það sem gengur illa í lífi þínu og er í ólagi, ferðu að veita athygli og hugsa um það sem sem gengur vel og er í lagi. –

Veröldin mun ekki breytast, en sýn þín á hana.  Þú ferð að veita athygli velvild og hlýju annars fólks,  í stað neikvæðni þeirra og reiði.“ 

Jack Canfield

Eftirfarandi auglýsing er væntanleg á síðu Lausnarinnar:  www.lausnin.is

Lausnin býður upp á hádegishugleiðslu út frá Æðruleysisbæninni.  4
skipti.  fimmtudaga  kl. 12:05 – 13:00

ÆÐRULEYSIS – HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ

Dagskrá:

13. september – Æðruleysið

20. september –  Sáttin

27. september –  Kjarkurinn

4. október  –  Vitið

Fjallað verður um hvert hugtak í upphafi,  og síðan farið í góða og
endurnærandi hugleiðslu og slökun sem tengist efninu.

Tilgangur:  Að öðlast betri skilning á hugtökum æðruleysisbænarinnar,
og vinna um leið að innri hugarró,  en hugarró er af mörgum talin
undirstaða farsældar og vellíðunar.

Hugleiðsla er ein af aðferðum okkar til að komast nær innri markmiðum,
– en við verðum aldrei mett af ytri markmiðum ef að hið innra er
vannært.

Leiðbeinandi er Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi, nánari upplýsingar  johanna@lausnin.is

Verð kr.  9.000. –    Innifalið hefti m/umfjöllun um æðri mátt og
æðruleysisbænina og diskur með þremur hugleiðslum lesnum inn af
Jóhönnu

Ath!  Hámark 12 manns.

ÆÐRULEYSISBÆNIN

Guð, gefðu mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Reinhold Niebuhr

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s