Einkaráðgjöf og sálgæsla – Vesturland

Þar sem ég er flutt á Hvanneyri hef ég tækifæri til að bjóða upp á einkaviðtöl og sálgæslu fyrir fólk á „Stór-Hvanneyrarsvæðinu.“

Er sjálfstætt starfandi guðfræðingur (með embættispróf í guðfræði) auk þess með kennsluréttindi í framhaldsskóla, fjöldan allan af námskeiðum m.a. úr endurmenntun Háskólans í Reykjavík  og hef verið undanfarin tvö ár með námskeið, fyrirlestra, hugleiðslur, hópfundi og einkaviðtöl undir hatti Lausnarinnar sem eru grasrótarsamtök um sjálfsrækt og vinna aðallega með meðvirknimódelið. –  Sjá www.lausnin.is

(Ath! ég er með viðtalstíma í Lausninni, Síðumúla 13,  Reykjavík á fimmtudögum

Annars verð ég með aðstöðu heima til að byrja með, á Túngötu 20a Hvanneyri.  

Hægt er að panta tíma johanna@lausnin.is   eða í síma 895-6119, vegna alls konar vanlíðunar, kvíða, skilnaðar, hjónabands-sambúðarörðugleika, missi, sorgar,  lélegrar sjálfsmyndar,  samskiptaörðugleika  eða bara almennrar sjálfstyrkingar og til að átta sig á hvað það er sem heldur hamingjustuðli þínum niðri og þá hvað er hægt að gera í því!   (Ég tala um hamingjustuðul sálarinnar, svipað og talað er um þyngdarstuðul líkamans).   

Gjald fyrir einkaviðtal er 8000.-  krónur (60 mín)

Er einnig að fara að kenna á námskeiðum hjá Símenntun Vesturlands,  m.a. um meðvirkni,  hugleiðslu og sjálfstyrkingu – fylgist endilega með þar:  www.simenntun.is   

Lykilorð eru heiðarleiki – hugrekki  – kærleikur 

Hægt er að lesa meira um mig hér á síðunni, og pistla sem ég hef skrifað sem fjalla flestir um efnið sem ég er að vinna með, og eru byggðir að miklu leyti á reynslu minni af því að ræða við og hlusta á fólk.  Við erum öll eins og við erum flest að glíma við svipuð vandamál,  sem verða yfirleitt minni þegar við förum að deila þeim með öðrum, sitjum ekki ein uppi með þau, og áttum okkur á því að við erum ekki ein. –

EINKAVIÐTÖL – KENNSLA – NÁMSKEIÐ – FYRIRLESTRAR

Hafið samband: johanna@lausnin.is  eða s. 895-6119 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s