Hvernig sleppi ég tökunum á gamla sambandinu? 10 skref til að halda áfram.

Eftirfarandi er pistill eftir Lori Deschene,  „gróflega“ íslenskaður og endursagður af mér.

“The amount of happiness that you have depends on the amount of freedom you have in your heart.” ~Thich Nhat Hanh

Lori þessi segist hafa verið í þriggja ára sambandi sem ekki gekk upp en spurði sig síðan hvernig hún gæti ætlast til að einhver elskaði hana þegar hún sjálf gat ekki elskað sig. Hún talar um að skömmin og sektarkenndin hafi haldið henni einhleypri í næstum áratug.

Hún fór á að hitta menn, en þegar nándin varð of mikil við einhvern fann hún leið til að eyðileggja sambandið.  Hafna áður en henni yrði hafnað.

Hún var hrædd við að vera berskjölduð og hrædd við að treysta, hrædd við að verða særð.  En hræddust var hún við að særa einhvern og þurfa að lifa með því að hafa gert það.

Hér gefur hún leiðarvísi að því hvernig við getum sleppt tökum á gömlum samböndum, – segir að NÚNA sé rétti tíminn til þess og til að halda áfram.

1. Æfðu þig á að losa þig við eftirsjá.

Þegar að samband endar, er freistandi að dvelja í því sem þú gerðir rangt, eða við það sem þú gætir hafa gert öðruvísi.   Þetta gæti virkað sem þroskandi – eins og þú gætir breytt hlutum með að endurlifa þá.  En það getur þú ekki.

Allt það sem þetta gerir er að láta þig þjást.  Þegar þú byrjar að endurheimta fortíðina í höfðinu á þér,  togaðu þig aftur til núsins.  Settu fókusinn á góðu hlutina sem eru að gerast hjá þér í dag; vini þína sem eru til staðar,  og lærdóminn sem þú hefur tileinkað þér sem mun hjálpa þér áfram í framtíðarsambandi þínu.

Það getur hjálpað þér að biðja vini þína að leyfa þér aðeins blása út í 10 mínútur í einu,  það getur hjálpað þér að tjá tilfinningar þínar, en ekki drukkna í þeim.

2.  Fyrirgefðu sjálfum/sjálfri þér.

Þú gætir talið að þú hafir klúðrað lífi þínu eða a.m.k. gert stærstu mistök lífs þíns, og ef að þú hefðir ekki gert það værir þú ekki að fara í gegnum þennan sársauka.   Ekki leita niður í þann skurð,  það er ekkert gott þar.

Í staðinn skaltu minna þig á að þú ert aðeins mannleg/ur.  Þú mátt gera mistök,  allir gera þau.  Þú lærir af mistökunum og notar þau til að bæta líf þitt og þroskast.

Hafðu það líka hugfast; að ef þú vilt elska í framtíðinni, eru fyrstu skrefin að undirbúa þig að þiggja og gefa ást.  Þú getur aðeins gert það ef þú finnur til elsku í eigin garð; og það þýðir að fyrirgefa sjálfum/sjálfri þér.

3.  Ekki hugsa um að þú hafir tapað tíma. 

Ef ég liti á tímann sem ég varði í óheilbrigt samband eða áratuginn sem fylgdi, segir Lori,  væri ég að vanmeta alla dásamlegu hlutina sem gerðust líka á  þessum tíma.

Ef þú hefur verið að festa þig við fortíðina í einhvern tíma og það sem þú hefur misst af,  færðu athyglina á það sem þú hefur fengið.  Kannski hefur þú eignast góða vini eða náð árangri eða þroska á einhverju sviði.

Þegar þú beinir athyglinni á hið jákvæða, er auðveldara að færast áfram vegna þess að þú finnur til orku og upplifir þig ekki sem fórnarlamb (þíns fyrrverandi, þín sjálfs eða tímans.)   Hvað sem gerðist í fortíðinni,  þá var það að undirbúa þig fyrir tímann NÚNA – og nú er tíminn fyrir tækifærin, fyrir vöxt, fyrir æðruleysi og hamingju.

4.  Mundu bæði eftir hinu vonda og hinu góða.

Vísindamenn segja (segir Lori) að næstum 20% okkar þjáist af „complicated grief“ eða  „flókinni sorg“ –  viðvarandi tilfinningu þar sem við söknum einhvers sem við höfum misst,  þar sem rómantískar minningar um sambandið eru allsráðandi.  Vísindamennirnir tali um þetta sem líffræðilega endurtekningu; þannig að myndist þráhyggja sem á rætur í efnafræði heilans.  (Rooted in our brain chemistry).

Niðurstaðan verði sú að við munum hlutina eins og allt hafi verið sólskin og rósir.  Ef að þinn fyrrverandi átti frumkvæðið að skilnaði, sé það enn meira freistandi að ímynda sér að hann eða hún hafi verið fullkomin/n og þú ekki.   Raunveruleikinn er þó sá að þið hafið bæði styrkleika og veikleika og bæði gerðuð mistök eða kunnuð ekki á samskiptin.

Það er auðveldara að sleppa manneskju en hetju.

5. Endurtengdu þig við manneskjuna sem þú ert þegar þú ert ekki í sambandi.

Líkur eru á því að þú hafir einhvern tímann lifað fullnægjandi lífi sem einhleyp manneskja.  Að þú hafir verið sterk/ur, fullnægð/ur og hamingjusamur/söm.

Mundu eftir þessari manneskju.  Þessi manneskja var sú manneskja  sem þú varst og laðaði að sér þinn/þína fyrrverandi.  Þessi manneskja er sú manneskja sem mun laða að sér einhvern álíka dásamlegan í framtíðinni á réttum tíma.  Ekki sorgmædd, þunglynd persóna,  uppfull af sektarkennd og sem heldur fast í það sem var.  Ef þú getur ekki munað hver þú ert,  farðu að kynnast þér núna.  Hvað elskar þú við lífið?

alone
6. Skapaðu aðskilnað.

Von getur verið vond ef hún heldur þér í fortíðinni.  Það er ekki auðvelt að ljúka sambandi þegar þú upplifir að þú sért háð/ur viðkomandi.

Í staðinn fyrir að óska eftir að ákveðin persóna
komi inn í líf þitt, óskaðu þér ástar og hamingju – í hvaða formi sem það birtist.

Þú MUNT kynnast ástinni að nýju.  Þú munt ekki verja restinni af lífinu ein/n.  Á einn máta eða annan munt þú hitta alls konar fólk og skapa alls konar möguleika fyrir sambönd – en aðeins ef þú fyrirgefur sjálfum/sjálfri þér, sleppir tökunum og opnar fyrir það. –

7. Leyfðu þér að finna til.

Við getum upplifað skilnað eins og „míni-dauðsfall“  –  með fullu sorgarferli.

Sorgarferli hefst við breytingu í lífinu, breytingu sem við veljum ekki sjálf, einhver deyr og/eða eitthvað hættir, Í fyrstu kemur e.t.v. sjokk og afneitun, þú vilt ekki trúa að þetta sé að gerast og heldur í vonina að það muni breytast eða jafna sig. Síðan er upplifunin sárindi og jafnvel sektarkennd, þú hefðir viljað gera hlutina öðru vísi. Ef þú hefðir gert það værir þú ekki að fara í gegnum þennan sársauka. Síðan kemur reiðin og jafnvel ferðu að reyna að semja, þú hugsar að þetta verði öðru vísi ef þú reyndir aftur. Síðan kemur drunginn og einmanaleikinn og þú uppgötvar hversu missirinn er mikill.

Sorgarferli lýkur svo með sáttinni, þú sættist við aðstæður og það sem gerðist og setur fókusinn frá fortíð til framtíðar.

Þetta þarf ekki að vera í þessari röð og þessar tilfinningar koma e.t.v. ekki fram hjá öllum. Þær eru þó býsna algengar. Það mikilvæga er að staðna ekki í einni tilfinningu en um leið ekki flýja. Heldur fara í gegnum tilfinningarnar, leyfa þeim að koma og halda svo áfram. Eftir því sem við erum duglegri í sjálfsvinnu, og að taka á móti tilfinningum og viðurkenna þær, stíga svo næsta skref, því fyrr náum við sátt.

Þú verður að fara í gegnum tilfinningarnar um leið og þær koma, en þú getur farið hraðar í gegnum þær.  Til dæmis, ef þú ert föst/fastur í sektarkennd,  æfðu fyrirgefningu daglega.  Lestu um það, hugleiddu um það og/eða skrifaðu dagbók um það.

8. Mundu eftir kostunum við að halda áfram.

„When you let go, you give yourself peace.“ 

Þegar þú sleppir tökunum, gefur þú þér frið.

Að halda of fast í fortíðina getur orðið að sjálfskaparvíti.  Þú upplifir gremju, skömm, sektarkennd og þráhyggju – sem eru allt þjálfun í þjáningu.  Eina leiðin til að finna frið er að kyrra hugsanir sem ógna honum.

Að sleppa opnar fyrir þér ný tækifæri.  (Einar dyr lokast og aðrar opnast).

Þegar þú heldur í eitthvað,  ertu lokaðri fyrir að gefa og þiggja eitthvað nýtt.

Þú verður að gefa til að þiggja.  Gefa ást til að þiggja ást, deila gleði til að finna gleði.  Það er aðeins hægt ef þú ert opin/n og tilbúin/n til að taka á móti.

9.  Vertu vakandi fyrir vondum hugsunum og skiptu þeim út fyrir góðar.

Þegar þú heldur fast í samband,  er það iðulega oftar vegna þess að þú ert háð/ur eða bundinn en að þú sért ástfangin/n.

Ástin eða kærleikurinn vill að hinn aðilinn sé hamingjusamur.

Óttinn vill halda í hvaðeina sem virðist gera þig ángæða/n svo þú þurfir ekki að finna fyrir hinum kostinum í stöðunni.

Kannski áttar þú þig ekki á þessum ótta-hugsunum vegna þess að þær eru orðnar vani.  Sumar eru:  „Ég mun aldrei upplifa að vera elskuð/elskaður aftur.  Ég verð alltaf einmana.  Ég er algjörlega valdalaus.“   Skiptu þessum hugsunum út fyrir:  „Allur sársauki hverfur að lokum.  Það verður auðveldara ef ég hjálpa honum að fara í gegn með því að vera meðvituð/meðvitaður.  Ég get ekki alltaf stjórnað hvað gerist fyrir mig, en ég get stjórnað hvernig ég bregst vð því.“

10. Lifðu í Núinu.

Ekker endist að eilífu.  Öll reynsla og sambönd hafa sinn endapunkt.   Lifðu hvern dag sem hann sé lífið.  Vertu þakklát/ur fyrir fólkið fyrir framan þig eins og það væri síðasti dagur þess á jörðinni. Finndu litla hluti sem þú ert að eignast á hverri stundu í staðinn fyrir að dvelja við það sem þú hefur misst.

Þegar Lori vill festa sig of þétt við reynslu eða fólk, minnir hún sig á að hið óþekkta geta verið álög eða ævintýri.  Það fari eftir henni hvort hún sé nógu sterk eða ákveðin til að sjá hið síðarnefnda.

Eins og fram kemur hér að ofan er þetta að mestu leyti endursögn á pistli.   Það sem eftir stendur hjá mér er mikilvægi þess að fyrirgefa.

Fyrirgefa sjálfum/sjálfri sér,  og það að SLEPPA.  

Ég vona að þessi pistill gagnist einhverjum 😉

2 hugrenningar um “Hvernig sleppi ég tökunum á gamla sambandinu? 10 skref til að halda áfram.

  1. Hæ, flott skrif. En það sem mér finnst t.d vanta er að tala um hamingju sem felst í því að vera einn/ein það sem eftir er. Allt er rætt eins og það sé að hefjast uppbygging til þess eins að finna sér lífsförunaut. Ég tel að það sé ekki endilega „norm“ að búa með einhverjum. Normið er frekar að búa einn/ein en að búa með einhverjum sé fyrir þá sem treysta sér ekki til að búa með sjálfum sér 🙂 Samband ætti að efla okkur ekki draga úr því sem við erum. Samt tel ég að í yfir 98% tilfella dragi samband að einhverju leyti úr okkur en að efla okkur þegar til lengri tíma er litið 🙂
    kv Þórólfur

    • Það er rétt – þessi pistill miðar að því að finna sér lífsförunaut, en ekki vera einn. Ég held að við hljótum að vera misjöfn hvað þetta varðar. Höfum mismikla þörf fyrir nánd annars aðila, þá að öllu leyti. – Mér finnst lýsingar Kahil Gibran bestar á samböndum, þar sem hann líkir pari t.d. sem trjám sem vaxa hlið við hlið en ekki í skugga hvers annars. Það er öllum hollt að læra að vera/búa með sjálfum sér, hvort sem það er í lengri eða skemmri tíma – Held við séum sammála þar 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s