„It´s just another ordinary miracle today“ … hljómaði í höfðinu á mér þegar ég vaknaði í morgun. – Lag með Sarah McLachlan. Mig hafði dreymt skrítinn draum, þar sem ég var stödd í einhvers konar gjafavöruverslun – jafnvel á hóteli erlendis – og fyrir framan mig var glerkassi og í honum alls konar gersemar. –
Í draumnum kom til mín lágvaxinn útlendingur sem ég kannast ekkert við – en sagðist ætla að kaupa þennan kassa og hann fékk að vita að hann kostaði 330 þúsund krónur (aðeins). Hann keypti kassann án þess að blikna, og varð ég frekar hissa. Svo kom það í framhaldi að hann ætlaði að gefa konu (sem ég kannast við) men sem var í kassanum í afmælisgjöf. – Það var meira sem kom fram í þessum draumi en læt þetta duga 😉
Mitt „ordinary miracle“ eða hversdagslega kraftaverk var m.a. að vakna við hlið míns heittelskaða og eiga hversdaglegt koddahjal og fara síðan fram og malla hinn hversdagslega hafragraut, sem er reyndar ekkert hversdagslegur í okkar húsi, en á borðið fara líka niðurskornir ávextir, muesli (fyrir mig út á grautinn) agave síróp, kanill og rjómi. –
Hafragrauturinn er nokkurs konar „míní“ veisla og gott „kikk“ inn í daginn. –
En hvað syngur Sarah meira um í hinu hversdagslega kraftaverkalagi? –
„The sky knows when it´s time to snow, don´t need to teach a seed to grow“ ……. „Life is like a gift they say, wrapped up for you everyday, open up and find a way, give some of your own“….
(Himininn veit þegar tími er til að snjóa, það þarf ekki að kenna fræi að vaxa, lífið er eins og gjöf, er sagt, pakkað inn fyrir þig hvern einasta dag, opnaðu það og finndu leið, gefðu eittvað af þínu eigin).
Er ekki lífið bara gjöf? – kannski of augljóst til að sjá?
„When you wake up everyday, please don´t throw your dreams away“ ….
(Þegar þú vaknar á hverjum degi, ekki kasta burtu draumum þínum).
„It seems so exceptional that things just work out after all“
(Það virkar svo einstakt að hlutirnir virðast ganga upp eftir allt saman!)
„Sun comes up and shines so bright and disappears again at night“ ..
(Sólin kemur upp og skín svo bjart og hverfur svo aftur um kvöldið.)
„It´s just another ordinary Miracle Today! .. “
Dagurinn í dag er bara enn eitt kraftaverkið. –
Dagurinn kemur til okkar eins og hversdagslegur hafragrautur í potti, við getum gert það sem við viljum við hann. Tekið hann eins og hann er, eða bætt við örlitlu agave sírópi, kanil og rjóma. 😉 …
Við koddahjal morgunsins komu svo þessir félagar við sögu:
Hvaða dagur er í dag? – spurði Pooh. „Það er dagurinn í dag“ skríkti Piglet.
„Uppáhaldsdagurinn minn“ sagði Pooh! …
Hér er svo Sarah:
Þakklæti er orð dagsins, líka hversdagsins. –
Flottur pistill Jóhanna, lag og texti æðislegur, hlusta reglulega á lagið. Hef einmitt verið að hugsa um þessa hluti síðastliðna daga og það hvernig hugur minn er kominn í mikla kyrrð frá því sem var forðum. Skýringin? jú kannski sú að ég hef sleppt tökunum á hlutum sem skipta mig ekki máli og svo það, að taka æðruleysið á þetta allt saman. Maður er búin að eyða of miklum tíma í að reyna hræra saman olíu og vatni, kannski vegna þess að manni var talinn trú um að það væri hægt. En kannski er lífið bara mjög einfalt, en á einhvern ótrúlegan hátt hefur okkur mannfólkinu tekist að flækja það meðvitað eða ómeðvitað. Ég fékk í gær í Ráðgjafaskóla Íslands 11 spurningar sem ég varð að svara án þess að hugsa. 4. spurning var, Mér þykir vænt um…… svar(LÍFIÐ) Spurning 8 var Ég er ánægðastur þegar…….svar (SÓLIN KEMUR UPP, NÝR DAGUR GENGUR Í GARÐ)
En ég les að sveitin er að heilla þig upp úr skónum og bið að heilsa þér og Jóni í dýrðina 🙂
Sæll Þórólfur, – já „keep it simple“ stendur einhvers staðar. Stundum erum við að leyfa hlutum sem skipta engu máli að hafa of mikið vægi, kannski er það málið? – Flott að einfalda þetta og njóta hins hversdagslega. Frábært að heyra að þú ert að upplifa æðruleysið. Það er rétt hjá þér hvað varðar sveitina, ég á Heima hér með stóru Hái. – Elskulegt fólk allt í kring og góðir hlutir að koma inn. – Það er a vísu elskulegt fólk alls staðar, en bara meira stress og læti og allir að flýta sér. Hér er meiri „hygge“ stemming svipað og ég upplifi í Danmörku. – Þakka góðar kveðjur til okkar Jóns, lífið er gott og „allt er eins og það á að vera“ .. Við tökum glöð á móti gestum og gangandi í kaffi, – erum bara eftir að fá okkur „welcome“ mottuna við dyrnar. 😉
Hæ hæ Jóhanna Fallegt.. alltaf gott að fá falleg fræ frá þér. Ég sá misst call frá þér áðan.. síðan öruggleg í gær eða fyrradag, ekki viss. Krakkarnir mínir hafa eflaust verið að fikta í símanum. En mikið óskaplega er gaman að sjá að þér gengur vel.. þ.e. út frá því sem þu skrifar. Dásamlegt alveg hreint.. Kveðja Ragnhildur