Hugleiðsludiskar

Ég settist niður með vini mínum í vor,  honum  Elvari sem er fyrrv. samstarfsmaður minn í verkefni sem kallaðist Vesturbæjarvinir – en Elvar er líka tónlistarmaður m. meiru,   og hann tók upp fyrir mig þrjár hugleiðslur.  Tónlistin hans er eins og ómur undir.

Ég var lengi að velta fyrir mér hvort ekki þyrfti að gera betur,  taka upp á nýtt eða laga orðfærið,  því að ég tók eftir því að málfræðin klikkar stundum hjá mér þegar ég tala inn hugleiðslur.  Ég geri það nefnilega ekki eftir handriti, heldur er þetta bara það sem kemur til mín og „veltur“ upp úr mér.   Í hugleiðslunum förum við í andlegt ferðalag, m.a. á sólarströnd 😉

En hvað um það,  nú er ég búin að afsaka og útskýra þetta nóg.  Sjálf er ég búin að prófa þessar hugleiðslur,  en þær eru þrjár og þær virka ágætlega.  Að vísu erfitt að halda sér vakandi ef útafliggjandi, svo ég mæli með þeim sem svefnmeðali líka!

Ég brenni hugleiðslurnar á disk og sel hugarverkið á 1900.- krónur.  Sendingarkostnaður er um 300 krónur með bólstruðu umslagi ef þarf að senda.

Reikningsnúmer 303-26-189  kt. 211161-7019

Hugleiðslurnar eru þrjár:

Perlan  15:05 mín

Dúfan  28:43  mín

23. Davíðssálmur  (Drottinn er minn hirðir) 11:08 mín

Allar eru þær miðaðar við að sitja, en allt í lagi að liggja útaf.  Gott að taka eina á dag, eða eina að kvöldi og aðra að morgni.

Kvíði er einn algengast kvilli í nútímasamfélagi og eiga þessar hugleiðslur að vinna t.d. gegn kvíða og ótta. –

Hugarró er undirstaða farsældar,  segir hinn lífsreyndi árangursgúrú Brian Tracy og ég gæti ekki verið meira sammála honum. –

Ef þið viljið panta disk eða diska, eða fá nánari upplýsingar sendið mér póst á johanna.magnusdottir@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s