Ef orðin eru álög? …

„Ég ætla sko aldrei að þurfa að taka steralyf“ – sagði ég upphátt fyrir nokkrum árum,  en móðir mín var með sjúkdóm sem aðeins var læknanlegur,  eða hægt að halda niðri með steralyfjum en þau fóru mjög illa í hana.

Daginn eftir þurfti að sprauta mig með sterasprautu vegna bráðaofnæmis og læknirinn skrifaði upp á vikuskammt af steralyfjum. –

Þessi saga hér að ofan er bara eitt lítið dæmi,  en þau eru mýmörg bæði,  sem ég hef frá eigin reynslu og svo reynslu annarra.

Það dugar ekki að segja „ekki“ … eða „aldrei“  … því það er eins og að alheimurinn heyri það ekki. –

Þess vegna er gott að venja sig á að nota jákvæðar staðhæfingar í stað þess að segja ekki.  Eða segja upphátt eða skrifa hvað við viljum í stað þess að segja upphátt eða skrifa hvað við viljum EKKI.

Laða að sér hið góða – eins og Sirrý talar um í samnefndri bók.

Þetta hljómar auðvitað eins og hið mesta „húmbúkk“ eða hvað sem það nú kallast,  og sjálfri finnst mér stundum eins og þetta hljóti að vera algjör vitleysa,  já, stundum kemur einhver rödd hjá mér sem segir „Þetta er nú meiri andsk… vitleysan“ … en ég hef heyrt og séð allt of margt til að geta afneitað svona hlutum.

„Tilviljanirnar“ eru orðnar allt of margar.

Ég nefni nafn einhvers sem ég hef ekki séð í 10 ár og viðkomandi er mættur daginn eftir! …

Ég hafði ekki hlustað á lagið „Með Þér“ með Ragnheiði Gröndal síðan í sumar einhvern tímann.   Fékk það „í hausinn“  á föstudag og spilaði það hér fyrir mig og aðra heimasætuna á Túngötunni.   –   Um kvöldið fór ég svo á leikritið „Smáborgarabrúðkaup“ – sem er leikritið sem er verið að sýna hér á svæðinu og hálfbrá,  en samt ekki – þegar að „brúðguminn“ settist niður við píanóið og fór að spila „Með þér“ og „brúðurin“ að syngja það.

Nú er auðvitað spurningin hvort að orðin eru álög,  eins og ég kannski hóf pistilinn með –  eða vitum við bara fyrirfram eða skynjum hvað er að fara að gerast? …

Skynjaði ég að ég myndi þurfa steralyf daginn eftir, finnum við fyrirfram að við erum að fara að hitta einhvern sem hefur verið „týndur“ í 10 ár eða löðum við það fram? –

Eru tilviljanir til eða ekki? …

Hvort sem er,  þá ætla ég að tileinka mér hið fallegra sjálfstal,  óska þess sem ég vil,  í stað þess að óska þess sem ég vil ekki“ –

Ekki segja:

„Ég vil ekki að heimurinn sé fullur af hatri“ ..

heldur:

„Ég vil að heimurinn sé fullur af kærleika“ …

Nota jákvæðar óskir .. og ganga jafnvel enn lengra eins og Louise Hay gerir og segja bara:  „Heimurinn ER fullur af kærleika“ ..  eða eins og stendur hér á meðfylgjandi

„Ég er örugg/ur í heiminum og allt líf elskar mig og styður.“ vitandi það að orðin hafa áhrif,  jafnvel bara fyrir okkur sjálf.

Einungis það að tala fallega – lætur okkur líða betur,  lætur okkur dafna og vaxa,  alveg eins og plönturnar sem við ræktum og hlúum að.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s