Hvað er Ró? …

Þann 7. desember sl. kom út geisladiskur undir heitinu „Ró.“

Hugmyndina að nafninu átti sá hinn sami og hannaði Coverið, eða hulstrið en hann heitir Gulli Maggi og mér finnst hann algjör snillingur.

Diskurinn er byggður utan um æðruleysisbæn Reinholds Niebuhr;

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig það sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því sem ég get breytt

og visku til að greina þar á milli.

(Stundum er þarna notað vit og stundum viska,  það skiptir ekki öllu máli.  Á ensku er það wisdom.)

Þegar ég starfaði sem aðstoðarskólastjóri var ég með þessa bæn uppi á vegg við hlið mér og fannst gott að líta til hennar þegar ég var með erfið mál uppi á borði. –   Það var þó ekki fyrr en ég fór í mikla sjálfsskoðun að ég fór að velta henni fyrir mér betur,   hvað þýðir þetta allt saman?  Hvað er eiginlega æðruleysi?   Hvernig virkar sáttin?  Hvernig kemur kjarkurinn fram?   Hvernig öðlumst við viskuna?

Þó þessi bæn sé þulin á flestum – anonymus fundum (Coda, AA, Alanon, OA  o.s.frv.)  og Guð beðinn um aðstoð við að öðlast æðruleysi,  sátt, kjark og vit,   þá er það þannig að það er Guð eins og við upplifum hann/hana/það … kannski bara sem æðri mátt,  kannski bara sem eitthvað æðra,  kannski sem lífið sjálft.  Hugtakið Guð er einstakt fyrir hverjum og einum.

Einhverjir hrökkva í kút þegar þeir heyra orðið „Guð“ en það er vegna þess að það er stundum notað um reiðan Guð og hefnigjarnan eins og fram kemur t.d. í Gamla testamentinu.

Æðri máttur/Guð fyrir mér er eitthvað afl sem er mér vissulega æðra,  æðra að því leyti að það hefur t.d.  mátt til að fyrirgefa, elska og virða skilyrðislaust allt líf.

Ég tek það fram á texta á hulstrinu að diskurinn sé landamæralaus hvað trú eða trúarbrögð varðar.   Það skiptir ekki öllu máli „hverrar“ trúar við erum,  en vissulega er hann byggður á trú, enda ég sjálf „trúhneygð“ ..

Diskurinn skiptist í 5 hluta,  1. Æðruleysi  2. Sátt  3. Kjarkur 4. Viska og 5. Ró.

Eins og fjórir fyrstu bera með sér er um að ræða „krufningu“ á æðruleysisbæninni og er hver um sig sjálfstæð blanda af hugleiðslu/slökun/hugvekju.

Ró er síðan lokahugleiðsla þar sem farið er í góða slökun og vissulega uppbyggileg hugleiðing með.

Ég hef trú á því að stress og áhyggjur sé einn aðalskaðvaldur mannlegrar tilveru, – og hugarró sé ein af undirstöðum farsældar og vellíðunar.  Okkur á að líða vel og við ættum að sleppa betur tökum á ótta og elska meira.

Ég vona að diskurinn gagnist sem flestum,  en ég gerði einn „heimatilbúinn“ áður þar sem börn allt niður í átta ára njóta þess að upplifa ró.  Það er líka hægt að nota hann til að sofna við  .. zzzzz

Munið að æfingin skapar meistarann og við lærum við endurtekningu.  Þess vegna er ekki nóg að hlusta aðeins einu sinni,   það er hægt að skipta disknum niður eftir dögum, taka 1 hluta hvern virkan dag vikunnar til dæmis.

Diskurinn er kominn í sölu í Kirkjuhúsinu Laugavegi og fer væntanlega á fleiri útsölustaði fljótlega .. ef þið eruð með hugmynd hvar á að selja, eða viljið taka í umboðssölu þá látið mig endilega vita.

Ég sendi að sjálfsögðu í póstkröfu hvert á land sem er,  eða erlendis, hafið þá samband í johanna@lausnin.is

Þakka lesningu og óska öllum innri Ró og Friðar á þessu ári sem því sem koma skal,  hvað sem á dynur hið ytra.

Þakklæti er orð dagsins,  sem og aðra daga.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ein hugrenning um “Hvað er Ró? …

  1. Bakvísun: Er hægt að kaupa Ró? … | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s