Er hægt að kaupa Ró? …

Ég hlustaði á viðtal við Neale Donald Walsch – þann sem lenti í samræðum við Guð,  – eða skrifaði bækurnar „Conversation with God“…  en Walsch er einn af mörgum andlegum leiðtogum sem þurfti að „strippa“ sig af öllum veraldlegum gæðum til að ná kjarnanum í því sem skipti máli í lífinu.

Hann var á tímabili orðinn betlari og útigangsmaður.

Þegar sagt var við Walsch að hann hefði nú reynt tímana tvenna og ekki einu sinni átt fyrir grunnþörfum (basic needs)  svaraði hann því til að í raun væri þörfin fyrir hið andlega grunnþörf.   Auðvitað kemur þetta mörgum undarlega fyrir sjónir, – flestir líta á grunnþarfir sem mat, húsaskjól, það að losa sig við úrgang o.fl. eins og fram kemur í hinum fræga Maslow píramída.

450px-Maslow's_hierarchy_of_needs-icelandic.svg

Í píramídanum er kærleikur, vinátta, fjölskylda, ást …-  ekki grunnþörf,  þrátt fyrir að sungið sé:

„All you need is love“ ..  „Love is all you need“ .. o.s.frv. …

Lissa Rankin, læknir telur að hið andlega sé líka grunnurinn að góðu lífi, hægt er að lesa hugmyndir hennar ef smellt er HÉR.

Sama hugmynd, eða svipuð,  kemur fram í Biblíunni:

„Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur sérhverju orði,
sem fram gengur af Guðs munni“ (Matt 4, 4) ..

Hið andlega fæði er grunnur – og hin andlega hugsun er grunnur – að betra lífi.  Ef við erum neikvæð,  ef við tölum okkur niður,  ef við erum dómhörð,  nærumst á reiði, rifrildi og óróleika þá verðum við full af reiði, rifrildi og óróleika.

Við getum valið andlegt fæði alveg eins og við getum valið fasta fæðu,  Hægt er að bera það saman að djúpsteiktur matur,  kokteilsósa og candy floss fari illa í maga – eins þá fara illar hugsanir, blót,  rógburður og ofbeldisefni illa í huga.

Ég tala nú ekki um ef menn kunna sér ekki magamál og borða yfir sig, þá gæti orðið óróleiki í maganum/huganum.

Er hægt að kaupa Ró? – er fyrirsögn þessa pistils.  Það er ekki hægt að kaupa ró,  en diskinn Ró er hægt að kaupa.  Von mín er sú að þú eða þau sem eru að hlusta nái að finna SÍNA innri ró.  Að það að hlusta dragi fram það sem þegar er innra með þeim.

Diskurinn er afrakstur viðtala, námskeiða, samskipta við fólk,  fólk með tilfinningar – þar sem ég hef uppgötvað að við erum öll eða flest að hugsa um og eiga við svipaða hluti.

Sammannlega hluti.

Ég hef komist að því að flest okkar þrá ró,  það þarf bara að ná henni fram,  því auðvitað er hún innra með hverju og einu okkar,  við opnum fyrir skynjunina.

er komin í sölu í Kirkjuhúsinu Laugavegi,  Ró er komin í sölu á Nuddstofu Margrétar, Borgarbraut 61 Borgarnesi,  Ró er til sölu í Lausninni,  Síðumúla 13 og hægt er að panta Ró beint hjá mér með að senda pöntun á johanna@lausnin.is

HÉR er Facebook síða Ró  – og síðan HÉR er pistillinn Hvað er Ró?

Ég er búin að senda póst á Betra líf,  Hagkaup o.fl. aðila án þess að fá svar,  en vonandi rætist úr þvi,  því margir hafa spurt:

Hvar fæst Ró?

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s