Ég þarf ekki að sakna
því þú ert hjá mér
ég loka augunum
ég opna sálina
og finn þig
finn hlátur þinn
ilminn þinn
finn fyrir þér
þú ferðast
með mér
Þú ert hér
líka þar
ég er hér
líka þar
Tíminn er óþarfur
ástin mín
að eilífu
sérð þú
að við brosum
með þér …