Konur á öllum aldri koma í viðtal – konur á öllum aldri eru í vandræðum með samskiptin við mömmu sína. –
Mér finnst það áberandi.
Ef það er einhver sem pirrar dótturina er það mamma. Einhver sem elur á samviskubiti hennar o.s.frv.
Auðvitað er það ekki að mamma sé í 100% starfi við ofangreint. Svo einfalt er það ekki.
Þessi mamma getur verið yndisleg inn á milli, besta mamma í heimi og þær eru það flestar, en svo kemur eitthvað þarna inn, eitthvað sem mamman hefur lært, e.t.v. frá sinni mömmu. Leiðinda-athugasemd, afskiptasemi, stjórnsemi eða hvað sem það kallast.
Hér er ég ekkert að alhæfa um mömmu-dóttur samband, en jú ég fullyrði að þetta er algengt, þó á séu undantekningar.
Kona kemur og segir frá því hvernig móðir hennar hefur dregið úr sjálfstrausti hennar, – en svo er úrvinnslan og fara að horfa í eigin barm.
Stundum er þessi kona orðin móðir sín, eða þessi veiki hluti móður sinnar. Rödd mömmu er orðin hennar eigin rödd, stundum gagnvart hennar eigin dóttur og gagnvart henni sjálfri.
Konan þarf ekki lengur neina mömmu til að kritisera sig, hún er orðin fullfær um það sjálf.
Eina leiðin til að slíta þessa verkun og stundum keðjuverkun er að HÆTTA að brjóta sjálfa sig niður, hætta að nota „Röddina“ í niðurbrot.
Kveðja þetta óöryggi og pakka því niður í kassa og senda það í forgangspósti til Timbuktu – og vonandi týnist það nú bara á pósthúsinu þar. Því hvers á fólk á Timbuktu að gjalda að fá svona leiðindasendingu? –
Skilaboðin eru þessi, ef þú ert ekki að meika mömmu þína og hennar „ábendingar“ – farðu að hlusta á sjálfa þig og vertu meðvituð um eigin „ábendingar“ í eigin garð og annarra.
Ertu kannski bara mamma þín? –
Nei ég er ekki eins og mamma mín var, guð blessi minningu hennar
Algjörlega satt….var einmitt svo fegin þegar ég „uppgötvaði“sjálfan mig…hefði samt mátt vera fyrr!
Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir