Fullkomleiki er 20 tonna skjöldur …

Af hverju leitumst við eftir að vera fullkomin? ..

Brené Brown svarar því m.a. á eftirfarandi hátt:

Við sogumst inn í fullkomleikann af einfaldri ástæðu:  Við teljum að fullkomleikinn muni vernda okkur.

Fullkomleiki er sú hugmyndafræði að ef við lifum fullkomin, lítum fullkomlega út, og hegðum okkur fullkomlega, getum við forðast eða gert sem minnst úr sársaukanum við gagnrýni, áfellisdóm og skömm.

Við verðum öll að upplifa að við séum einhvers virði og tilheyrum einhverjum, og verðmæti okkar er í húfi þegar við erum aldrei nógu _____________ (þú getur fyllt í eyðuna: mjó/r, falleg/ur, greind/ur, sérstök/sérstakur, hæfileikarík/ur, dáð/ur, vinsæl/l, rík/ur, upphafin/n).

Fullkomleiki er ekki það sama og að gera okkar besta. Fullkomleiki er ekki um að ná heilbrigðum markmiðum og vexti;    Fullkomleiki er 20 tonna skjöldur, skjöldur sem við dröslum með okkur, og ímyndum okkur að hann muni vernda okkur, þegar hann í raun er hluturinn sem hindrar okkur í að ná athygli og að ná flugi.

Fullkomleikinn er það sem heldur aftur af okkur að ná árangri.
Þegar við búum í samfélagi þar sem yfir flæða óuppfyllanlegar væntingar í öllu mögulegu,  frá því hversu mörg kíló við eigum að vera til þess hversu oft í viku við eigum að stunda kynlíf, er ógnvekjandi að leggja frá sér varnarskjöldinn.  Að finna hugrekkið, ástríðuna og tenginguna við að flytja sig frá hugsuninni

 “Hvað ætli fólk hugsi”?  yfir í  “Ég er nóg.”  það er ekki auðvelt.  En hversu hrædd sem við erum við breytingar, kemur að því að við verðum að svara eftirfarandi:

Hvort er meiri áhætta?  Að sleppa því sem fólk hugsar – eða að sleppa því hvernig mér líður,  hvernig ég trúi, og hver ég er?

to be yourself in a world that is constantly trying to make you something else is the greatest accomplishment copy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s