Framhjáhald er ekki orsök hjónaskilnaða …

Já, já, ég veit ég tek stórt upp í mig þarna.  Í raun ætti að standa þarna „grunn-orsök“ –  því framhjáhald er einhvers konar milliorsök ef svo mætti að orði komast. 

Framhjáhald er frekar afleiðing en orsök.

Ef einhver heldur framhjá maka sínum þá er augljóslega eitthvað að.  Það er eitthvað að samskiptum,  það er eitthvað að þeim sem leitar út fyrir samband eða hjónaband. 

Viðkomandi þarf að fá þarfir (fíknir stundum) uppfylltar sem hann eða hún fær ekki í sambandinu.  

Hverjum er um að kenna?

Getum við kennt makanum um framhjáhaldið? –  „Ég er ekki að fá það heima hjá mér svo ég verð að leita út á við“ .. ?   

Stundum er þetta bara spennufíkn – og þá enn og aftur er þetta afleiðing.

Af hverju þarf einhver að leita í spennu? –  Er ekki eitthvað sem þarf að skoða þar?

Ég skrifaði um þau hjónakornin Önnu og Tedda í greininni „Meðvirkni er ekki góðmennska:“

Eiginmaður Önnu, hann Teddi var ánægður með Önnu sína, enda hin þægilegasta eiginkona. En Teddi fann að eitthvað vantaði, í vinnunni var þessi frísklega kona sem veitti honum athygli, hafði blikkað hann og tekið eftir hvað hann var flottur,  en Anna hafði ekki haft orð á því í mörg ár, hvað þá veitt honum almennilega athygli í rúminu! -Hann fór þvi  að halda fram hjá Önnu,  þó að honum þætti ofurvænt um hana.

– Hann vildi ekki sjá Önnu særða og reyndi því í lengstu lög að segja henni ekki frá framhjáhaldinu og ætlaði sér það aldrei.   Það sem Anna vissi ekki myndi nú ekki særa hana. –  Anna komst að framhjáhaldinu þegar Teddi hafði verið kærulaus og skilið Facebook eftir opna. – Anna var særð,  en Teddi hélt dauðahaldi í það að minnka sársauka Önnu og sagði allt byggt á misskilningi.

Teddi þurfti tenginguna við Önnu og allt sem hún veitti honum,  hann vildi ekki missa hana.  Hann ætlaði bara að taka hliðarspor,  ekki neitt meira.

Ástæðan fyrir því að Teddi sagði Önnu ekki að hann væri óánægður í sambandinu var hræðsla við að missa Önnu, – missa tengingun sem hann þurfti á að halda.  Ástæðan var líka sú að hann vildi ekki þurfa að upplifa að sjá konu sína særða.  Það hefði hann reyndar átt að hugsa um fyrr. –

Við skulum segja að þau Anna og Teddi hafi skilið, og opinber ástæða gefin upp að Teddi hafi haldið framhjá Önnu,  en í raun var grunnorsökin miklu dýpri.  

Vankunnátta í samskiptum?    Léleg sjálfsmynd?   Ótti?  

Kannski allt þetta, en eins og ég leyfði mér að halda fram í fyrirsögn er framhjáld ekki orsök,  eða alls ekki grunnorsök.  

Ég er ekki að afsaka framhjáhald,  –  og langt í frá, – því það að halda fram hjá er viss tegund óheiðarleika – og óheiðarleiki er skapaður af því að hafa ekki hugrekki til að vera heiðarlegur.  

Hugrekki til að láta í ljós tilfinningar við maka sinn, af ótta við að jafnvel missa hann eða særa.  

525912_10150925020918460_1818531631_n

Ein hugrenning um “Framhjáhald er ekki orsök hjónaskilnaða …

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s