Vertu breytingin …..

„Be the Change you want to see in the World“ ..   held þetta sé tilvitnun í Gandhi. –

Þetta þýðir að við horfum inn á við,  upphafið er hjá okkur,  stundum kallað fiðrildaáhrif.

Ég er í mikilli innri baráttu núna sem mig langar að deila,  innri baráttu við að láta mótlætið ekki sigra,   því það er ekki bara eitt,  og ekki bara tvennt,  heldur  eru þær margar bylgjur mótlætis sem ganga yfir mig þessa dagana. –

Auðvitað er það stærsta og mesta sú gríðarlega sorg sem ég er að ganga í gegnum við dótturmissinn,   og það eru aðeins liðnir liðlega tveir mánuðir.

Ég ætla ekki að upplýsa um allt það sem á gengur,  því þá væri ég að brjóta trúnað við aðra í kringum mig,  en það sem lýtur að mér persónulega er þá að munnur minn brennur.   Mér tókst að verða mér út um eitthvað heilkenni – sjálfsóþol sem heitir „Burning Mouth Syndrome“  sem virðist vera eitthvað svo exótískt að læknarnir áttuðu sig ekki á því þrátt fyrir að ég kvartaði undan að tunga mín logaði. –

Það sem olli mér mestu áhyggjum var í raun að lesa að þetta tæki í flestum tilfellum 6 – 7 ÁR (já ár)  að fara.   3 % losna við þetta fyrr (jeii).   En þetta er s.s. í ferli og það var tannlæknirinn minn og vinkona sem sendi mér upplýsingar um einkenni og ástæður þessa heilkennis og það virðist smella allt við það sem ég er að ganga í gegnum.   Mikil sorg,  eins og missir náins ástvinar getur „triggerað“  þetta í gang,  stóð m.a.  í skjalinu sem hún sendi mér.    Næst er að fara til sérfræðings til að staðfesta,  nú eða óstaðfesta greiningu.   Á meðan – og mér skilst í framtíðinni þarf ég að læra að lifa með þessu.

Nóttin í nótt var erfið,  logandi sviði og eins og pílur upp í haus,  en ég er þrjóskari en verkurinn og engar svefntöflur – engar verkjatöflur,  heldur talaði ég við líkamann og bauð honum að sofna aftur og ég gerði það.

Nú bý ég að því sem ég hef lært hvað varðar slökun og hugleiðslu.

En eins og ég sagði hér að ofan,  þá er barátta.   Ég vil ekki baráttu,  ég þarf að „lifa“ með þessu og ekki vera í baráttu við það.

Ég er að byrja að vinna aftur,  hjálpa fólki og það hefur gengið mjög vel hingað til.  Mér tekst að setja til hliðar króníska vanlíðan – svo skrítið sem það er og verki og detta í gírinn.

En ég skil að fólki langi stundum að gefast upp,  og játa alveg að undanfarnir stormar hafa komið mér í vorkunnsemisgírinn af og til.

„Af hverju ég“ – gírinn.    En kannski ætti maður að spyrja sig „Af hverju ekki ég“ .. í veröld sem er hvort sem er óréttlát?

Í fullkominni veröld myndu börnin ekki deyja á undan foreldrum sínum,  eða foreldrar deyja frá ungum börnum.

Við getum alveg fengið fullt af reynslu og lærdómi án þess að það gerist,  fjandakornið!!!! …

En ætla ég að gefast upp? –

Ég hef alla tíð sagt að veraldleg áföll séu mun skárri áföll heldur en heilsufarsleg.   En veraldleg áföll hjálpa ekki til og ég fékk „greiningu“ á tölvunni minni að hún væri s.s. ekki viðgerðarhæf og er núna í lánstölvu.  Það er fleira af þessum toga sem ég gæti kvartað yfir en það er nóg komið í bili.

Nú þarf ég að VELJA hvaða leið ég tek,  til góðs eða ills.

Einhvers staðar stendur að við höfum alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir og það hef ég svo sannarlega.  Eins og ég sagði,  þó tölvan mín sé biluð (ónýt) er ég með lánstölvu sem var lánuð með miklum kærleika og fékk ég meira að segja senda engla með henni 😉 ..

Ég er núna stödd í húsnæði  sem vinkona mín bauð mér að gista í þegar það er laust,  en er annars í útleigu.   Það er gott að geta kastað sér niður í Reykjavík þegar vinnutíminn er til 22:00.  Mér, og okkur hefur verið boðin gisting á fjölmörgum stöðum.

Aldrei fyrr hef ég fundið eins mikið af velvild og vináttu eins og sl. tvo til þrjá mánuði.  Endalaus kort, tölvupóstar, skilaboð og hringingar frá fólki sem vill sýna hlýhug í verki og í anda.

TAKK

Ég er líka svo þakklát fyrir líf barnanna minna,  barnabörnin mín og auðvitað fjölskylduna alla.

Það er alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir.   Það er alveg rétt.

Um leið og ég skrifa þetta minnir sársaukinn á sig,  líkamlegi sársaukinn er meira áberandi núna en sá andlegi,  en því miður er talað um að krónískur sársauki og verkir geti orðið til persónuleikabreytingar og flestir sem eiga við þessa BMS (burning mouth syndrome) að glíma eru meðhöndlaðir með einhvers konar þunglyndis- eða kvíðalyfjum.

Ég ætla ekki að láta þetta ná mér,  ég vil ekki sjá dimmari veröld eða erfiðari,  heldur bjartari og hugsa því áfram á björtu nótunum,  nýti andlega lærdóminn til að fara fram á við og upp en ekki sogast inn í þennan hvirfilbyl  sem hefur stundum læðst inn í brjóstið mitt.

Vá hvað þetta er að verða dramatískt …

Takk segi ég enn og aftur,   það skiptir mig SVO miklu máli að við erum ÖLL í þessu saman.   Ég veit ég er ekki ein með sorgir,  ekki ein með kvalir eða áhyggjur.  Það eru allir með sitt.

Takk fyrir að vera til.

425125_10150991208683141_2145683887_n

2 hugrenningar um “Vertu breytingin …..

 1. Elsku Jóhanna, það er ekki skrítið að þetta taki á, bæði líkamlega og andlega. Allar niðursveiflur taka enda, sveiflan leitar jafnvægis.

 2. Kæra Jóhanna.

  Sendi þér ljós og frið.

  Innri barátta er svo erfið það veit ég. Minni þig bara á æðruleysisbænina og að taka einn dag í einu eða lifa í dagþéttri veröld 🙂

  Guð veri með þér.

  Kv,

  Elín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s