Þegar þér finnst engin leið …

Í gær skrifaði ég þungan pistil, eftir erfiða nótt.  Sl. þriðjudag átti ég líka þungan morgun,  en framundan var kennsla og svo hópavinna um kvöldið þar sem ég var að leysa af í Lausninni. –

Ég þurfti svona „upp, upp, mín sál móment“ ..  en vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera.  Já, gera, vegna þess að það þarf stundum að taka fyrsta skrefið til að lífið vinni með manni.

Ég mætti í kennsluna klukkan eitt og fann að ég var enn þung og ´það gekk náttúrulega ekki því að sólargeislarnir sem ég er að kenna á þriðjudögum,  fjórum  einstaklingum með fötlun, sem hafa þó svo margt sem aðrir hafa ekki,  eins og mikla jákvæðni, einlægni og gleði.

Um leið og ég gekk inn í kennslustofuna var mér tilkynnt að ég mætti ekki gleyma að teikna broskall á töfluna,  því þannig byrjum við alltaf tímann okkar.  Til að gera langa sögu stutta þurfti ekki langan tíma í samvist þessara einstaklinga til að eyða óveðursskýinu yfir höfðinu á mér.

happy

Skv. kennsluáætlun var planið að fara út og veita náttúrunni athygli. Við fórum því í gönguferð og röltum saman niðrí fjöru í Borgarnesi.   Veðrið var dásamlegt og sólin braust út úr skýjunum.   Við ákváðum að hylla sólina og lyftum upp örmum og tókum sólina inn í hjartað.  En það er æfing sem er svo góð,  einmitt þegar það er þungt yfir hjartanu og manni finnst að hellan sé of þung sem stundum hvílir þar yfir. –

Besta vitamínsprautan – útiveran – fjaran – taka sólina inn í hjartað og anda djúpt inn um nefið og út um munninn.

Ég trúi því að við þurfum hreinlega að muna eftir því að fara út og anda.  Hvort sem það er gott veður eða slæmt,  standa undir berum himni og anda djúpt inn og taka inn náttúruna.

Ég hef stundum kallað þetta að anda að sér Guði.

Hreyfing og útivera er eitt besta „tækið“  til að sporna við drunga og doða.   Það getur verið erfitt fyrir suma að rísa upp og fara út,  sérstaklega ef þeir halda að þeir þurfi að hlaupa maraþon eða klífa Esjuna,  ætli sér að taka allt með trompi,  þá verður það of stórt í huganum og betra að sitja heima í sófa og gera ekki neitt.   Það er alveg nóg að fá sér 5 mín göngu.  Ekki ætla sér of mikið því þá er ekki farið af stað.

Við erum svo heppin á Íslandi að eiga svo falleg fjöll.  Ég kemst stundum ekki yfir að dásama fjöllin hér á svæðinu sem ég bý,  stundum eins og þau séu íklædd hvítum peysum.

Í upphafi 121 Davíðssálms kemur þessi spurning:

„Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp?“ ….

Já,  ég anda að mér Guði,  það er mín leið.

Eigum góðan og jákvæðan dag,  það er alltaf eitthvað til að þakka fyrir.

(Set hér inn mynd af uppáhaldsstað mínum í öllum heiminum, – við Hreðavatn).

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s