Ást eða vorkunnsemi? …

Myndir þú vilja vera aðili í hjónabandi sem væri haldið gangandi vegna þess að maki þinn vorkenndi þér? – 
 
„Í blíðu og stríðu“ … eru orð sem klingja í eyrum,  en ég held að ef að bandið sem heldur hjónum saman sé band vorkunnsemi  sé það samband á röngum forsendum. –  
 
Það þarf hver og ein/n að gera upp við sig hvort að hann eða hún elskar maka sinn og sé þess vegna í sambandinu,  eða hvort að það er vegna þess að makinn eigi bágt eða sé of ósjálfstæður.  
 
Svo er ekki nóg með að maki þinn eigi bágt, heldur gætir þú verið farin/n að spila með og ýta undir þetta ósjálfstæði hans og taka af honum ábyrgð gagnvart umhverfinu.
 
Meðvirkir einstaklingar finna afsakanir  fyrir maka sinn.  Þeir gera þetta til að halda sambandinu góðu og láta það ganga og gera allt til að forðast það að verða yfirgefnir eða einir. 
 
Þeir munu ganga mjög langt í að „hjálpa“ þeim sem þeir telja sig „elska,“  þegar þeir í mörgum tilfellum eru að ruglast á ást og vorkunnsemi/meðaumkun ..
 
Pæling ..
 quote-it-s-a-mistake-to-confuse-pity-with-love-stanley-kubrick-105654
 
 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s