Vellíðan, hamingja, friður, sátt, ró, friður … allt gildishlaðin orð sem kannski hver getur skilgreint fyrir sig.
Hamingja er eflaust svolítið ofnotað orð, og þá líka af mér, því að í raun erum við kannski ekki að ætlast til að vera blússandi hamingjusöm alla daga, bara ekki óhamingjusöm. Eða með frið innra með okkur, í órólegum heimi og órólegum ytri aðstæðum e.t.v.
Í kringum mjög órólegt fólk sem á ekki SINN innri frið getur þú átt ÞINN innri frið.
Það á ekki að þýða að við getum ekki slakað á og þegið okkar innri frið, nú eða hamingju.
Og ekkert „ef“ eða „þegar“ … heldur NÚNA.
BJARTSÝNI eftir Kristján Hreinsson:
Yndi lífsins átt þú hér
undir þykkum hjúpi
og fágæt perla falin er
… í fögru hjartans djúpi.
Þegar opnast þessi skel
þjáning öll mun dvína
því lífsins unun ljómar vel
ef ljósið fær að skína.
Í hverri raun því ræður þú
að réttust leið sé valin,
já, hamingjan er hér og nú
í hjarta þínu falin.
Kæra Jóhanna, bestu þakkir fyrir skrif þín. Þú gefur óumræðilega mikið af þér. Ég finn fyrir gleði og styrk við að lesa og hugleiða það sem þú skrifar. Kveðja, Sigríður
Takk Sigríður!