Hvernig elskum við?

Hvað þýðir það þegar sagt er:  „All you need is love?“

Louise Hay segir að það vanti ekki meiri peninga í heiminn eða meiri mat,  heldur meiri ást eða kærleika.

Það er væntanlega til nóg af mat í heiminum og líka nóg af peningum,  en eigingjörn hugsun, hugsunin „þetta er mitt“  gerir það að verkum að við erum ekki tilbúin til að deila.

Ójafnvægið verður svo mikið að á einum stað í veröldinni deyr fólk úr hungri á meðan annars staðar í veröldinni deyr fólk úr offitu.

Það er eitthvað bogið við þetta.

Kannski er þetta mannleg náttúra?   Kannski erum við bara í raun þessi dýr sem lifa svona „survival of the fittest“  lífi.

Erum eitthvað að þykjast – en erum bara góð á meðan við sjálf höfum nóg.  Látum molana falla af borðum okkar.

Ég er ekkert skárri en aðrir.

Stundum líður mér illa þegar að ég er að henda mat úr ísskápnum.

„Kláraðu matinn,  það eru börn í Bíafra sem svelta“  var innprentað svo það er ekki skrítið þetta samviskubit.

En elskan liggur að sjálfsögðu ekki bara í að deila eigum eða mat með okkur.   Elskan liggur í viðmóti okkar og hvernig við hugsum til náungans.

Það eru margir sem hafa gefið mér,  miklu meira en mola af borðum sínum.  Þeir hafa gefið mér svo falleg orð,  svo fallegt viðmót,  svo mikla hlýju – kannski er það þess vegna sem mér er alltaf heitt? .. 😉

Það er gott að elska,  brosa við börnum sem við mætum,  líka við eldra fólki, og e.t.v. bara við öllum sem við mætum.

„Bros getur dimmu í dagsljós breytt“ .. 

Þegar einhver vill ófrið eða stríð þá er líka best að svara því með brosi –

„Rise above“

eða rísa upp fyrir það „jarðlag“ sem viðkomandi er staddur á,   þegar við rísum upp þá náum við að aftengja okkur frá stríði hinna og það verður þeirra einkastríð,  og í staðinn fyrir að taka þátt þá finnum við til með hinum stríðandi.

Ég ætla ekki að gefast upp á elskunni,  vegna þess að ég þarfnast hennar,  einmitt til að rísa.

MAKE LOVE – NOT WAR 

Tarot

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s