Frambjóðendur og fyrirmyndir..

Eftirfarandi skilaboðum skellti ég á fésbókarsíðuna mína:

„Afsakið mig fólk, samfélagið þykist allt vera að vinna gegn einelti. Að börn leggi önnur börn í einelti, geri lítið úr eða hæðist að. Nú er allt morandi í háði um frambjóðendur, m.a. á Facebook. Er þetta ekki vandamálið? – Fyrirmyndirnar sem við erum að bjóða börnunum upp á? – Börnin pikka það ekki upp úr einhverju tómarúmi að fara að dæma samnemendur eða hæðast að þeim.“
 
Á sólarhring fékk þessi póstur 65 „like“ og ég tók eftir að þar af var slatti af yngra fólki og sá ég líka, í fljótu bragði,  að þar af afkomendur a.m.k. tveggja sem eru í framboði. –
 
Umræður spunnust á síðunni um að sumt væri skemmtilegt og flestir frambjóðendur ekki viðkvæmir fyrir húmornum,  en það er kannski spurning hvenær húmor verður meinfýsið háð og hvernig eiga börnin að átta sig á þessum mörkum? …
 
Á kostnað hverra eru „skemmtilegheitin“?  
 
Það er sama hversu mörgum eineltisáætlunum er til tjaldað,  ef við hugum ekki að fyrirmyndunum og þá rótum þess að einelti verður til,  þá verður einelti seint upprætt. –  
 
F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s