Sjálfsræktar – og framkomunámskeið 11 – 13 ára Vesturland

SJÁLFSRÆKTAR- og FRAMKOMUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA

11 – 13 ára í Borgarfirði

Nemendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spunaleikrit,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða o.fl.

MARKMIÐ:

  • Aukið sjálfstraust
  • Aukin færni til ákvarðanatöku
  • Læra að setja markmið
  • Aukin hæfni í samskiptum
  • Að læra um mikilvægi þess að virða sjálfa sig og aðra
  • Að njóta lífsins

NÁMSLÝSING:

Nemendur eru virkjaðir í umræðum og tjáningu.  Kynntar eru mismunandi leiðir og aðferðir til að auka sjálfstraust og efla lífsgæði.

NÁMSAÐFERÐ:

Fyrirlestrar, umræður, lífsleikniverkefni- og leikir.

NÁMSEFNI:

Efni frá leiðbeinanda.

STAÐSETNING:  Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Borgarnesi

Tímabil fimmtudaga:   20. og  27. Júní 2013    kl. 13:00 – 16:00 

11 – 13 ára:  

 (20. og 27. júní)    – ath! átti upphaflega að vera 3 skipti en breytt í 2 skipti m/möguleika á framhaldi í ágúst.

9.900.-  krónur á nemanda  (innifalin námskeiðsgögn,  pappír, “draumabækur” o.fl. )

Leiðbeinandi er ykkar einlæg:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi og fv. aðstoðarskólastjóri,  en ég kenndi m.a. Félagsfræði og áfanga í Tjáningu  í framhaldsskóla og hef góða reynslu af kennslu- og uppbyggingarstarfi með fólki á öllum aldri.

Fjöldi á námskeiði:  lágmark 10 – hámark 20

Skráning og nánari upplýsingar johanna@lausnin.is 

Aðeins hægt að greiða með peningum eða leggja inn á reikning 0303-26-189,  kt. 211161-7019.  Nánari greiðsluupplýsingar í tölvupósti við skráningu 😉

Umsagnir fyrrv. nemenda:

“Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gekk í Menntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.”  

Jökull Torfason

“Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“

Takk fyrir mig:)
Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

 happy-kids

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s