Lækning innan frá … mannvera eða manngera?

Það skiptir engu máli hversu gömul við erum,  það er lítið barn innra með okkur sem þarfnast ástar og sáttar.

Þegar við vorum börn, og eitthvað fór úrskeiðis, höfðum við tilhneygingu til að trúa því að það væri eitthvað að okkur.  Börn þróa með sér þá hugmynd að ef aðeins þau geri hlutina rétt,  þá muni þau uppskera ást foreldra sinna og viðurkenningu.  Með tímanum fer barnið að trúa því að það sé eitthvað athugavert við það sjálft og upplifir sig aldrei nógu gott. Þegar við eldumst, berum við þessar ranghugmyndir og lærum að hafna okkur sjálfum.

Innra með hverju og einu okkkar er bæði foreldri og barn.  Okkar innra samtal snýst að mestu leyti um foreldrið sem er að skamma barnið okkar.  Við verðum að leyfa foreldrinu okkar að verða nærgætnara við barnið okkar.

Nákvæmlega NÚNA verðum við að byrja að gera okkkur heil með því að samþykkja okkur – sættast við þau sem við erum.  Við verðum að hafa samskipti við barnið hið innra og láta það vita að við sættumst við þann hluta þess sem gerði alla heimskulegu hlutina, hlutina sem voru skrítnir, kjánalegir, hlutina sem við hræddumst – hvern einasta hluta okkar sjálfra.

Í skjóli okkar eigin huga, getum við valið upp á nýtt og hugsað nýjar hugsanir.  Hugsanir fyrirgefningar og elsku til okkar innra barns.  Elskan getur læknað, jafnvel hinar dýpstu og sársaukafyllstu minningar,  vegna þess að elskan opnar leið fyrir ljós skilningsins alla leið í dimmustu kima sálarinnar.  Sama hversu sársaukafull æskuárin voru,  að elska okkar innra barn mun nú hjálpa okkur að lækna það.

Mundu það hvern dag að sektarkenndin er aðeins tengd hugsuninni um að þú hafir gert eitthvað rangt.  Skömmin er aðeins tengd hugsuninni um að það sé eitthvað rangt við þig.

„To be or not to be“ –

Ertu mannvera eða manngera?

Þó það sé eðlilegt að geta ekki gert öllum fullkomlega til hæfis, hvað þá sjálfum/sjálfri þér, þá  ertu fullkomin/n þú – þú varst það þegar þú fæddist og þú ert það núna.

(Texti innblásinn af Louise Hay).

Bolli til sölu

Ein hugrenning um “Lækning innan frá … mannvera eða manngera?

  1. Takk Jóhanna, þetta eru falleg og uppbyggileg sannindi sem alltaf er nauðsynlegt að rifja upp og minna sig á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s