Neikvæð – jákvæð … fýla kemur ekki utan frá!

Einu sinni voru nokkrar konur í hópi að tala saman. Þ.m.t. Arnlaug og Geirlaug. Arnlaug kom með alls konar hugmyndir og var að tala um uppbyggilega hluti, en Geirlaug reif þá niður jafnóðum og sá hindranir í öllum hugmyndum Arnlaugar.

Arnlaug varð mjög pirruð og sagði við Geirlaugu: „Þú ert svo neikvæð“ – Geirlaug fór í vörn og mikla fýlu og ætlaði að rjúka út. –

Hvað gerist þegar að fólk (sem telur sig almennt jákvætt) umgengst neikvætt fólk? – Jú, neikvæða fólkið kallar fram neikvæðnina í öðrum, og e.t.v. efasemdir. Í stað þess að ásaka Geirlaugu um neikvæðni hefði verið rétt af Arnlaugu að nota „ég“ samskipti (sem meistari Hugó er þekktastur fyrir að kenna í samskiptum foreldra og barna)  og segja. „Ég finn til svo mikillar neikvæðni innan í mér í þessum samskiptum okkar.“ – Það er nefnilega þannig að neikvætt fólk kallar fram okkar neikvæðni og jákvætt fólk kallar fram okkar jákvæðni.

Við eigum þetta flest – ef ekki öll – innan í okkur,  neikvæðnina,  en bara spurning hvort við erum meðvituð um það og hvernig við „tæklum“ tilfinningarnar. Verum vakandi yfir því sem er að gerast.

Fýla kemur ekki utan frá, hún kemur innan frá. Þannig að ef við förum í fýlu þá er búið að kveikja á einhverju innan með okkur, sem við höfum ekki passað upp á eða kunnum ekki að gæta að.  E.t.v. eru það lærð viðbrögð sem þarf að aflæra. 

Meðvitundin er eins og slökkvitæki, þ.e.a.s. um leið og við áttum okkur á því að verið er að kveikja á eða ræsa neikvæðnitakkana þá er það okkar að sjá það og viðurkenna að það hafi tekist og bara hreinlega slökkva á þeim aftur. 😉 ..

Við verðum að athuga það að eflaust er ástæða þess að okkur langar svo mikið að breyta öðrum og hjálpa sú að okkur langar að öllum líði vel,  því að ef öðrum líður vel líður okkur vel.  Hitt er líka til að við viljum að aðrir finni til óhamingju,  en oftast er það vegna þess að þeir hafa með einu eða öðru móti sært okkur og við viljum að þeir finni sársauka okkar.

Við erum svo óendanlega mikið tengd.  Munum að við „græðum“ aldrei á óhamingju annarra,   og skiljum af hverju okkur líður eins og okkur líður.   Ef við erum í fýlu út í einhvern munum það líka að fýlan kemur ekki utan frá.

Við berum ábyrgð á okkar eigin líðan.

Já, já, þetta var morgunhugleiðingin.

Gott að átta sig á eigin ljósi. –

1045095_10151570470523141_187147723_nJákvæða fólk!

Við heppin að hafa jákvæðnineista líka og leyfum honum endilega að loga!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s