Ekki hægt að vigta andlega offitu …

Þegar við ákveðum að fara að létta okkur,  förum við að gera ýmsa hluti eins og að breyta mataræði, borða minni skammta, hollara og stunda meiri hreyfingu.  Það er svona þessi einfalda formúla.

Við vitum vel að það dugar ekki að gera þetta bara í viku og fara svo í gamla farið.

Segjum að við höfum farið eftir öllum kúnstarinnar reglum og höfum misst eitt kíló eftir vikuna.

Hvað með hugarræktina og hina andlegu offitu? –

Margir verða óþólinmóðir og forvitnir – „hvenær næ ég sátt?“ –  Hvenær fer mér að líða betur andlega?

Alveg eins og þegar við tökum ákvörðun um heilsusamlegri lífsstíl þá byrjar vellíðan með ákvörðuninni að fara á þann farveg og hún ætti að haldast á meðan við erum á þeim vegi.

Að sama skapi getur okkur farið að líða betur andlega um leið og tekin er ákvörðun um að gera eitthvað í sinni hugarrækt.

En margir halda að það sé nóg að lesa eins og eitt stykki sjálfshjálparbók, setja hana svo upp í hillu  og þá sé málið afgreitt. –   eeee.. Nei.

Það eru sömu lögmál þarna og í líkamsræktinni,  æfingin skapar meistarann.   Við búum til nýjan lífsstíl – lífið er langhlaup en ekki spretthlaup. –

Við ræktum andann daglega – með því að temja okkur öðruvísi siði, öðruvísi hugsunarhátt.

Ef við lesum uppbyggilegar bækur  – þá þurfum við að lesa þær aftur til að ná efninu algjörlega.   Við veljum góða andlega næringu,  en sukkum ekki,  ekki frekar en við værum að vinna í líkamanum.    Þessu þarf að viðhalda,  vinna að því sem kemur okkur nær takmarkinu – en ekki á móti.   Við erum ekki að þessu til að hætta því einn daginn.  Við ætlum ekki einn daginn að hætta að hugleiða, hætta að hugsa góðar hugsanir og anda djúpt – því þá förum við í sama farið.

Við hreinlega breytum okkar lifnaðarháttum og siðum til langframa og þegar við förum að venjast þessum nýju siðum verða þeir ósjálfráðir  – svona eins og að skipta um gír á bíl.  Við þurfum ekkert að hugsa neitt voða mikið við það.

Það er ekki hægt að vigta kílóin sem við missum þegar við förum að losa okkur við það sem íþyngir okkur.  Þegar við losum stíflurnar og flæðir. Við vigtum ekki tárin sem flæða fram þegar við erum að uppgötva eitthvað sem losnar um.  –

En við verðum að lifa í trausti þess að það að vera í sjálfsrækt – ber árangur.

Við förum hægt og bítandi að finna að okkur líður betur – oftar og oftar.  Þungu stundirnar verða færri.  Við verðum sáttari við einfalda hluti og þurfum ekki að fara langt yfir skammt til að njóta.  Þurfum ekki að fara til útlanda til að vera glöð eða við þurfum ekki að kaupa eitthvað til þess.

Við finnum það innra með okkur,  við finnum fyrir þessari innri Gleði, innri Ró og innri Ást.

Við missum mörg „kíló“ þegar við sleppum tökum á neikvæðri hugsun um okkur sjálf og gagnvart öðrum,  og enn meira þegar við fyrirgefum – bæði öðrum og okkur sjálfum.   Við missum við að tjá okkur og leggja þannig frá okkur það sem hindrar og stíflar okkur.

Það er að sjálfsögðu ekki mælt í kílóum,  en  ef við værum búin að vera að borða hollt í margar vikur og hreyfa okkur – þá uppskerum við heilbrigðari líkama, það sama gerist við ræktun sálarinnar,  við uppskerum heilbrigðari sál.

Svo höldum bara áfram – á jákvæðu nótunum.

Upp, upp mín sál  😉

aspir

Ein hugrenning um “Ekki hægt að vigta andlega offitu …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s