Að setja sér eða öðrum mörk, þýðir ekki að við séum að breyta öðru fólki. Það að setja mörk er að ákvarða hversu mikið þú ert tilbúin/n að láta bjóða þér og síðan að koma þessum mörkum til skila með ákveðni og festu og halda þig við þau.
Ef þú átt erfitt með að setja mörk, getur verið að þú sért farin/n að taka á þig ábyrgð á tilfinningum annarra og vandamál þeirra. Líf þitt gæti orðið ein ringulreið og fullt af dramatík. Þér finnst kannski erfitt að segja „nei“ vegna þess að þú hræðist höfnun. Þú gætir verið annað hvort yfirmáta stjörnsöm/samur og ábyrgðarfull/ur, eða afskiptalaus og háð/ur í samskiptum þínum við aðra. Þú hefur mikið langlundargeð gagnvart hegðun sem er ofbeldisfull í þinn garð. Þú fórnar gildum þínum til að þóknast eða geðjast einhverjum og/eða forðast átök.
Hjálpleg ráð vð að setja mörk:
Settu mörk jafnvel þó þér finnist þú eigingjörn/gjarn eða sek/ur. Þú átt rétt á því að hugsa um sjálfa/n þig.
Byrjaðu á auðveldustu mörkunum/fólkinu
Settu þau skýrt fram og án tilfinninga og í eins fáum orðum og mögulegt er.
Ekki fara að afsaka þig eða réttlæta.
Aðrir MUNU reyna þig – þau sem eru vön að geta stjórnað þér eða manipulera með þig. Stattu við þitt eða gakktu í burtu.
Fáðu aðra í lið með þér, þau sem virða þín mörk.
Það tekur tíma að setja heilbrigð mörk.
EF þú hefur óheilbrigð mörk, laðar þú að þér þau sem sjá sér leik að borði og fara að misnota sér það. Farðu því að laða inn í líf þitt heilbrigðara fólk.
ALVEG RETT EG ER A VINNA I ESSU;) TAKK FYRIR,:)