Getur það verið?
Einu sinni skildi fólk helst ekki. Það tók ákvörðun um að fara í hjónaband og svo var það í hjónabandinu. – „For better or worse“ –
Það var stór ákvörðun og vegna tíðaranda – ákvörðun fyrir lífið.
Í dag eru skilnaðir algengir, og þess vegna langar mig að velta upp þeirri hugmynd að fólk fari í hjónaband /samband með hálfum hug, með „útgönguleiðina“ í huga. –
Það sé í raun ekki alveg ákveðið.
Þegar við erum ekki ákveðin að láta eitthvað ganga, förum við jafnvel að horfa yfir öxlina á makanum, skoða grasið sem er hinum megin við hæðina, – hugsunin fer í gang „ætli þessi gæti gert mig hamingjusamari?“ – bla, bla, bla…
Um leið og þessi hugsun er farin í gang, þá er um leið farið að leita að ókostum hjá makanum, safna þeim á fæl og velta sér upp úr þeim. – Við förum (óafvitandi) að skemma hjónabandið. –
Þökkum ekki það sem vel er gert – en verðum pirruð yfir því sem ekki er gert. – Búum til ósýnilegan óánægjulista.
Gleymum svo alveg þarna í jöfnunni, að það erum við sjálf sem gerum okkur hamingjusöm, glöð, ástfangin o.s.frv. –
Erum e.t.v. með væntingar til maka sem við ættum að vera með til okkar sjálfra. –
Öll okkar ógæfa verður makanum að kenna, öll okkar armæða og leiðindi. – „Ef ég aðeins ætti betri maka“ .. hugsunin kemur upp, þá sko. –
EKki er litið í eigin barm, ásakanir fara í gang – allt öðum að kenna.
Ef vel gengur, – eitthvað blómstrar – er það þá makanum að þakka?
Skoðum svo nemanda í skóla. Skólinn er ekki fullkominn, kennarinn ekki heldur, námsefnið ekki heldur, en fullt af nemendum er að ná góðum árangri í bekknum. – Nemandinn lendir í einhverri krísu, hefur ekki lært heima – og þá fer hann líka að leita að undankomuleið ábyrgðar. Æ, lélegur kennar (og getur sagt foreldrum það) – lélegur skóli. Nemandi finnur allt að og það vindur þannig upp á sig að hann verður fórnarlamb lélegs kerfis og skóla.
Hvað með fólkið í hjónabandinu? – Er það ekki fórnarlömb lélegs hjónabands, hvað gerði það sjálft? –
Við horfum oft fram hjá okkar eigin ábyrgð, viljum að maki eða kennari taki ábyrgð á okkur. –
Ég er ekki að gera lítið úr því að til eru lélegir skólar og líka lélegir makar, – en þegar fókusinn er á því hvað hinir geri – hvað kerfið er lélegt – hvað aðstæður eru erfiðar, og hvort ekki sé betra að leita annað, fara með sjálfan sig annað, í annað umhverfi, til annars maka, að þá verði allt í lagi?
Jú, stundum gengur það, en það er undantekning en ekki regla. Sama fólkið fer í sama hjónabandið aftur og aftur, ekki sátt – ómögulegur maki! – Sama fólkið fer á milli skóla, ekki sátt, ómögulegur skóli.
Það er hægt að þroskast á milli skóla/maka, og þá breytast hlutirnir. Sumir makar kunna að setja mörk – sumir skólar hafa starfsfólk sem aðstoða nemendur við að líta í eigin barm og vinna í þeirra eigin sjálfstrausti sem er oft undirstaða þess að þeir geti lært.
Mikið að mjög vel greindum nemendum falla úr skóla, því þeir nenna ekki að hafa fyrir því að lesa. Finnst þeir jafnvel of gáfaðir, eða það er vesen að vakna á morgnana. –
Hugarfarið skiptir öllu.
Ef við gerum það besta úr aðstæðum, þá leitum við lausna í aðstæðum en ekki að hindrunum. –
Við leitum ekki að sökudólgum.
Ég held að fórnarlambsvæðing (aumingjavæðing?) sé eitt það hættulegasta sem við erum að glíma við. – það að taka ábyrgð af fólki – og kenna því þannig að forðast að taka ábyrgð sjálft.
Það er vont að lifa í rými þar sem við erum aldrei viss um hvort við viljum vera eða ekki. Það er betra að taka ákvörðun og halda henni, gefa því tækifæri hvort sem það er skóli – hjónaband – vinnustaður.
A.m.k. ekki sitja kyrr á þessum stað í óánægjuskýi – og með hugann fjarri og sjálfa/n þig.
Það er ekki bæði haldið og sleppt og það að vera staddur þar gerir okkur vansæl, vansæld elur á vansæld. –
Hjónaband þar sem við erum sífellt að pæla að skilja er vont hjónaband. Vertu eða vertu ekki.
Hvor aðili þarf að vinna í sinni hamingju, styrkja sig og gleðja sig, – fylla á eigin hamingjubikar. Það er hægt að gefa því x tíma og endurskoða svo stöðuna. Eruð þið enn óánægð, hafa báðir aðilar unnið í sinni sjálfsheilun eða bara annar aðilinn. Sá aðili sem er orðinn sáttur við sig hlýtur þá að vilja stíga út fyrir, því að sá aðili lætur ekki bjóða sér þá andlegu depurð að vera með óánægðri manneskju. –
Það er þetta „Should I stay or should I go“ – að vera í vafa sem tætir upp og tærir. – Best að leita annað – er eitthvað betra??..
Hvað ef að heima er best? Hvað ef að hægt er að vinna úr því?
Hvað ef að skólinner ágætur – og nemandi þarf bara að leggja örlítið á sig – og kannski biðja um hjálp námsráðgjafa, en algengt er að óánægðir nemendur eru ekki að leita sér hjálpar.
Það er svo margt sem við gætum gert – en meðan við erum í fórnarlambspakkanum verðum við alveg gagnslaus.
Eymd er valkostur.
Hamingja er líka valkostur.
Hvort vilt þú?
(ekkert eeeennn… það er sko þessum eða þessu að kenna – hamingan er heimatilbúin).
Ein hugrenning um “Sama lögmál á bak við brottfall úr skóla og „brottfall“ úr hjónabandi?”