Hver er forsendan? …

Hvernig veit ég hvort það sem ég er að gera er sprottið af meðvirkni eða ekki? ..

Þú þarft að spyrja þig:  „Af hverju er ég að þessu?“  –  „Af hverju er ég í þessu sambandi?“  o.s.frv.   „Af hverju segi ég ekki nei, þegar mig langar að segja nei“? 

Ertu að gera eitthvað vegna þess að þú hefur meðvitað valið að gera það, eða er það vegna sektarkenndar eða þér finnst þér bera skylda til þess?   Hverjum skuldar þú og hvað skuldar þú?

Ertu að velja að gefa (gefa af þér)  án umhugsunar um það sem þú ert að gera?  Ertu að vonast eftir því að einhverjum líki við þig, elski þig eða geri eitthvað fyrir þig – ef þú gerir eitthvað fyrir hann eða hana?

Það er voðalega vont að gera hlutina á óttaforsendum.

Í ótta við það að vera ekki elskuð, vera ekki metin eða viðurkennd sem manneskjur.

Ef ég geri fólki greiða, þá vil ég gera það af heilum hug, ekki til þess að ég eigin eitthvað inni hjá þeim eða ég óski að ég sé samþykkt af þeim eða viðurkennd.  Að sama skapi vil ég helst ekki þiggja greiða séu þeir á þessum forsendum.

Það er líka vont að þiggja af þeim sem hefur sagt „Já“ en situr uppi með gremjuna og óánægjuna að hafa sagt það.  –

Gerum það sem við gerum, ekki til að fá þakkir, vera samþykkt, viðurkennd, elskuð o.s.frv. –  Við erum allrar elsku verð, eins og við erum.

Nánari lesning um þessi atriði eru t.d. í greinunum:

„Þú skuldar mér ekki neitt“ 

og

„Meðvirkni er ekki góðmennska“ 

Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að læra til að komast frá meðvirknihegðun.

1. Sjálfs-ást  (þeirri ást er best lýst með dæminu um súrefnisgrímunni á sig fyrst til að hjálpa barni).

2. Sjálfs-virðingu   (það að virða er að veita athygli, hættum að leita eftir athygli út á við og veitum sjálfum okkur athygli og viðurkenningu).  Þegar við virðum okkur fyrir okkur,  virðum við það sem við gerum fyrir okkur, við verðum okkar eigin áhorfendur.  Sjáum hvað við gerum og einmitt „af hverju“ – eða forsendur fyrir gjörðum okkar.

Þetta saman virkar þannig að ef við veitum okkur athygli, sjáum við hvort við gerum eitthvað út af elsku eða ótta. Ef við gerum eitthvað út frá ótta, óttanum við að missa eitthvað eða einhvern, þurfum við að endurskoða líf okkar og fara að pota aðeins meiri sjálfs-ást þarna inn.

Eitt lykilatriði við að vinna sig út úr meðvirknihegðun er að hætta öllum ásökunum – „blaming game“ – bæði í eigin garð og annarra.  Því þá sitjum við föst í fórnarlambshlutverki.   Sátt næst ekki með ásökunum eða dómhörku og það er aldrei fyrr en í sátt sem nýr vöxtur hefst.  

Hver er þá forsendan sem við þurfum að hafa í huga þegar við framkvæmum?

Það er að gera það í sátt við sjálfa/n sig – forsendan er sjálfs-ást og sjálfs-virðing.  Svo er hægt að byrja aftur á pistlinum til að lesa aftur um þessa tvo hluti og hvað þeir skipta miklu máli. 

552023_434727973207644_155458597801251_1864963_8980327_n

Ein hugrenning um “Hver er forsendan? …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s