Skammgóður vermir …

…að missa piss í skóna. –

Það neitar því þó enginn að það hitar,  en eins og segir í titlinum – það dugar skammt.

Talandi um skó, þá er það líka skammgóður vermir að kaupa sér skó! –  Hversu fljótt verða skórnir bara hversdagslegir og við þurfum næsta par til að „gleðja“ okkur?

Það sem ég er að byggja upp hér er smá umræða um það sem kallað er ytri markmið,  en áhrif þeirra er svolítið eins og þessi skammgóði vermir, – það kemur alltaf „hvað næst?“ .. Markmið sem virka svo stórkostleg þegar við höfum ekki náð þeim – eins og að fá gott starf – verður hversdagslegt þegar við erum búin að venjast titlinum. Makinn sem virkaði eins og fjarlægur draumaprins/prinsessa áður verður svona eitthvað sjálfsagður, við kunnum sjaldnast að meta hann/hana eða finnst hann/hún bara alls ekkert endilega uppfylla væntingar um þetta „drauma.“   Við förum í sólarferðina og hún er „púff“ búin. –

Sólin var skammgóður vermir,  því svo er komið heim á hið kalda Frón á ný og við þurfum smá aðlögun  á eftir – eftir að hafa fengið nasaþefinn af hlýju, kvartbuxum, að borða undir berum himni o.s.frv. –

Hvað er þá það sem endist og er ekki svona skamm-eitthvað?

Það er það sem er raunverulegt,  raunveruleg eign, innri fjársjóður,  lífsfylling sem er ekki frá okkur tekin –  ekki með því að verða atvinnulaus, makalaus, peningalaus o.s.frv. –   Það eru þessi uppfylltu innri markmið, ást, friður og gleði sem eru þarna til staðar til langframa,  sama hvað gerist hið ytra.

Sjálfsástin sem hlýjar innan frá – og hægt er að rækta með því að tala fallega til þessarar sálar sem er þarna fyrir innan,  tala t.d. fallega við okkur þegar við horfum í spegil.  Horfa framhjá hinu ytra, horfa djúpt í augun okkar – alveg inn í sál og segja:

Mikið svakalega elska ég þig í dag,  og taka svo tveggja mínútna kyrrðarstund þar sem við síðan lokum augunum og skynjum með hjartanu ljósið innra með okkur,  og hitann sem það gefur.  Það er ljósið sem ekki slokknar,  eilíft ljós meira að segja.  Þó allt hverfi – hið ytra, er þetta allt sem þarf.

Þetta er það sem má kalla „dýrðarlíkaminn“ sem rís upp á hinstu stundu,  en það má líka kalla dýrðarlíkamann; sálina.

Já núna fór ég allt í einu í prédikunargírinn, en það bara gerist – ræð ekkert við þessa fingur á lyklaborðinu, – ég held að þetta hljóti að vera „dýrðarfingurnir“  🙂

Elskum friðinn – strjúkum „dýrðar-kviðinn“ ..

733833_10201743643821718_1138113304_n

Ein hugrenning um “Skammgóður vermir …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s