Fimm sjálfshjálparráð úr Biblíunni

Oft þegar ég er að lesa alls konar ráð og lífsreglur,  þá tek ég eftir að ég hef lesið það áður í annarri bók.   Bók sem heitir Biblían.    En það átta sig kannski ekki allir á hversu mikil speki er falin í þessari bók. –

Hér ætla ég til gaman að minnast á fimm sjálfshjálparráð sem eru nokkuð þekkt.
Hægt er að smella á hvert ráð og lesa pistla sem tengjast því á einhvern hátt.

 1.    Elskaðu náungann EINS og sjálfan þig. 
  Það segir sig sjálft, – að elska EINS og okkur sjálf, hvorki MEIRA né MINNA,  og til að elska náungann þurfum við að kunna að meta okkur sjálf og virða – og ELSKA.
 2. Sannleikurinn gerir okkur frjáls.
  En ekki hvað? –   Að byggja á heiðarleika og heilindum er frelsandi og það eru leyndarmálin sem halda okkur frá lífshamingjunni.   „Leyndarmál lífshamingjunnar er að hafa ekki leyndarmál“ .. Sannleikurinn er frelsandi, en hann getur vissulega verið sár. –    Heiðarleiki er undirstaða allra góðra sambanda og samskipta,  hvort sem um ræðir í viðskiptum eða hjónabandi.
 3. Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, morgundagurinn hefur sínar áhyggjur. 
  Með öðrum orðum,  það er gott að æfa sig á því að njóta þess að lifa í Núinu. –12091407_10208128750474091_2519156810573685744_o
 4. Haltu hvíldardaginn heilagan.
  Það er mikilvægt að muna eftir að eiga daga til að slaka á og hlaða batteríin.
 5. Ekki setja ljós þitt undir mæliker.  
  Athugaðu að líf þitt og þá ljós þitt er gjöf Guðs til þín. –  Almættið ætlast ekki til að þú felir þig eða haldir ljósi þínu einungis fyrir sjálfa/n þig. -Láttu ljós þitt skína!  🙂

Ein hugrenning um “Fimm sjálfshjálparráð úr Biblíunni

 1. Þitt ljós er svo sannarlega ekki undir mælikeri og mörg eru gullkornin þín sem ég hef kunnað að meta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s