Messa eins og gott rauðvín .. og sorg eftir skilnað

Það eru engin „short-cuts“ fram hjá því sorgarferli sem hefst hjá fólki við það að skilja við maka sinn.  Hvort sem það er eftir skilnað eða annan missi –  en það sem fólk sem hefur skilið þarf helst á að halda er að fólk skilji að það er að ganga í gegnum sorg, – og það gera helst þau sem hafa verið í sömu eða svipuðum sporum. –

Þau sem hafa misst maka við dauða,  eiga e.t.v. erfitt með að ímynda sér að það sé svona mikil sorg að skilja, en jú – það er svo sannarlega makamissir – og við það bætist oft höfnun og trúnaðarbrestur. –  Það er þó alltaf varhugavert að bera saman eina sorg við aðra, og sorg eins við sorg annarra. –

Öll sorg, og allar tilfinningar þurfa á viðurkenningu að halda.  – Það jákvæða við skilnað er að enginn deyr,  börnin eiga báða foreldra enn –  en hér er oft um annars konar dauða að ræða – alltaf dauða þess sem var, og stundum dauða trúnaðartraustsins.-  Það er mun fleira sameiginlegt með sorginni eftir skilnað og dauða heldur en sem aðgreinir og sorgarferlið er því hið sama eða a.m.k. mjög svipað. –

Ekkjan eða ekkillinn á samúð skilda og hinn fráskildi eða fráskilda á samúð skilda. –  Jafnvel þó að það hafi verið að eigin „ósk“ – Það fer engin/n af stað í hjónaband með það fyrir augum að óska sér að skilja. –  Það er eitthvað sem fer svo hörmulega úrskeiðis. –  Við syrgjum þann sem velur að enda líf sitt á sama hátt og við syrgjum þann sem deyr án þess að hafa um það val. –

Öll sorg á skilið samúð okkar og virðingu. –

Þegar ég skildi eftir 22 ára samveru og 20 ára hjónaband í september 2002,  flutti ég burt úr húsinu okkar. –  Skýringum fyrir því held ég fyrir sjálfa mig. –   Við  ákváðum síðan að halda jól og áramót saman með börnunum okkar sem voru á unglingsaldri, en eftirfarandi ljóð skrifaði ég eftir upplifun mína að koma heim upp úr miðnætti á gamlárskvöld:

Einmana kom að kvöldi heim í ókunna íbúð

Jólin voru úti og gamlárskvöldið líka, en ekkert var inní mér nema tómarúmið

Börnin heima í gamla húsinu í bólunum sínum með tárvot augu og söknuðu þess sem var 

Ég skreiddist upp í tóma-rúmið og kveikti á sjónvarpinu til að freista þess að gleyma, en dagskráin var búin en ótrúlegt en satt: í sjónvarpinu var spilað lagið:

„Don´t wanna live – all by my self“ ……..alveg eins og í bíómynd

Ég grét og hló og grét og hló og grét ennþá meir og  hélt að hjartað myndi bresta

Einhvern veginn tókst mér að sofna og vaknaði inn í bjartan nýársdag

Rölti upp Skólavörðustiginn og fór í messu sem var eins og gott rauðvín

Friður fyllti hjartað og blés í það lífi og ég fann vonina koma með nýja árinu

Öll él birtir upp um síðir

Ein hugrenning um “Messa eins og gott rauðvín .. og sorg eftir skilnað

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s