Hamingjuforskotið … er hægt að auka hamingju sína?

Stutta útgáfan fyrir þau sem ekki vilja lesa allt:

  • Hamingja er forsenda árangurs í starfi, heilsu, samskiptum, sköpunar, orku o.s.frv.  en ekki öfugt.
    • Við getum mótað heilann m/hugarfari
    • Skrifaðu niður 3 atriði á hverju kvöldi sem hafa veitt þér gleði yfir daginn (þurfa ekki að vera stór)
    • Það sem þú veitir athygli vex, jákvæðni vex þegar við veitum hinu jákvæða athygli =  meiri hamingja sem leiðir af sér meiri árangur í lífi og starfi.
  • Og svo langa útgáfan:

Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful.“Albert Schweitzer.

„Hamingjan dregur vagninn en ekki vagninn hamingjuna“ – (nýjasti uppáhalds frasinn minn)

þetta eru gömul sannindi og ný. – Það  þýðir að við eigum ekki að bíða eftir að ná árangri  (ef, þá, þegar o.s.frv.)  til að öðlast hamingju.   Í  gær rakst ég á góðan pistil sem segir frá bók um þessi málefni en ég ætla að snúa honum snöggvast yfir á Íslensku og kannski bæta inn í eftir eigin hjarta. (Ætlaði að skrifa höfði, en ég er líka að æfa mig að skrifa frá hjarta en ekki aðeins höfði ;-))

(orginalinn – svo þið haldið ekki að ég hafi fundið upp pistilinn – eða hamingjuna – segðu!!! 😉  .. er hægt að lesa ef smellt er HÉR)

Það eru svo sem ekki ný sannindi fyrir okkur að hamingjusamt starfsfólk er betra starfsfólk, – þetta gildir auðvitað líka um námsmenn – og svo bara fólk almennt í daglegu lífi. –

Shawn Achor skrifar bókina „The Happiness Advantage“ árið 2010. –  Við getum e.t.v. kallað hana Hamingjuforskotið

Í bókinni talar höfundur um hvernig hamingjusamir starfsmenn geta bætt starfsemi fyrirtækisins.  Við höldum oft að ef við vinnum nógu mikið og náum ákveðnum árangri ÞÁ verðum við hamingjusöm.

Það hefur verið hinn hefðbundni hugsanagangur. Alveg eins og sú hugmyndafræði að það að missa x mörg kílió geri okkur hamingjusöm. –

En höfundur færir rök fyrir því að formúlan sé öfug.  Í stað þess að setja árangur sem forsendu hamingju, setur hann hamingjuna sem forsendu árangurs. –

Í ár birtir Harvard Business Review niðurstöður úr 225 rannsóknum sem styðja það að hamingjusamir starfsmenn hafa 31%  meiri framleiðni, 37% hærri sölu, og þrisvar sinnum meiri sköpunarkraft. –

Í bókinni stendur:

“happiness leads to success in nearly every domain, including work, health, friendship, sociability, creativity, and energy” (Achor, 2010, p. 21).

Hamingjan er leið til árangurs á næstum hvaða sviði sem er, vinnu, heilsu, vináttu, félagslega, í sköpun og orku. –

Það besta sé að við getum öll tileinkað okkur jákvæða hugsun og glaðlegra viðhorf.   Jeiiiiiii…. 😉

Heili mannsins er stórkostlegur vegna þess að hann hefur eitthvað sem vísindamenn kalla „neuroplasticity“    stórt orð sem þýðir að heili okkar er mótanlegur eða sveigjanlegur — er hæfur til að breytast og aðlagast í gegnum lífið.

Eitt gott ráð sem Achor bendir á bók sinni er aðferð sem er kölluð „Tetris áhrifin“ – aðferð við að þjálfa heilann í að einbeita sér á hið jákvæða í stað hins neikvæða í lífinu.

Hann mælir með eftirfarandi:

Skrifaðu niður þrjá góða hluti í starfinu og lífinu sem gerðust í dag (gerðu þessa æfingu á hverjum degi).  Þetta þvingar huga þinn til að líta til baka yfir daginn að jákvæðum atriðum og möguleikum. Þessi þrjú atriði geta verið einföld og lítil – eitthvað sem fékk þig til að brosa eða hlægja,  eitthvað sem gaf þér tilfinningu fyrir árangri eða von o.s.frv.  Það þarf ekki að vera neitt djúpt eða hátíðlegt, aðeins eitthvað sérstakt. –

Gerð var rannsókn á fólki sem gerði þetta og niðurstaðan var: „Þeir sem skrifuðu niður þrjá góða hluti á dag í viku voru hamingjusamari og minna þunglyndir í eftirfylgni eftir mánuð, þrjá mánuði og sex mánuði.“ – (þetta stendur víst á bls. 101 í bókinni.)

Lexían er þessi:   Þess betri sem við verðum að skanna (veita athygli) hlutum til að punkta niður,  verður það að vana að við förum að sjá fleiri góða hluti.  Mælt er með að til að halda sig við þessa æfingu, að gera það á sama tíma á hverjum degi.

Við hér á Íslandi höfum nú flest heyrt frasann:

„Það sem þú veitir athygli vex“ – en það er gott að fá „tæki“ til að læra að þjálfa heilann í hamingjunni 😉

Þetta var bara ein æfing sem var sagt frá hér, – það er hægt að þjálfa heilann á fleiri máta, – eins og að æfa sig í að tala ekki illa um aðra, baktala, öfunda, rægja o.s.frv. – því að í raun erum við að tala illa um okkur sjálf. –   Á sama hátt þurfum við að hætta að tala niður til okkar sjálfra, og í stað þess að tala fallega við okkur, það er „móteitrið“ við niðurbrjótandi röddinni – eða púkanum á öxlinni. – þessum sem segir „Hvað þykist þú vera“ – „Hvað þykist þú ætla að gera“  „Þú er ekki verðug/ur – átt ekkert gott skilið“  „Þú gerir aldrei nóg“  o.s.frv….

Ég ætla að prófa þessa „hamingjutilraun“ sjálf.  Þ.e.a.s. að taka eftir þremur góðum hlutum til að skrifa niður seinni partinn, og skrifa þá niður í „hamingjubók“  😉 … og safna þannig góðum minningum og styrkja heilann (og hjartað)  fyrir hamingjuna. –

Fyrir þig – og fyrir fyrir þína,  láttu ljós þitt skína.

Viðbót 31. október 2012,  – ég er löngu byrjuð á þessu og farin að kenna þessa aðferðafræði.  Niðurstaða:  Hún virkar og ég hef heyrt allt upp í það sem kalla má „kraftaverkasögur“ ..  😉

5 hugrenningar um “Hamingjuforskotið … er hægt að auka hamingju sína?

  1. Bakvísun: Hvernig borðar maður fíl? .. | johannamagnusdottir

  2. Bakvísun: Ertu að bíða eftir að Brad Pitt geri þig hamingjusama? | johannamagnusdottir

  3. Bakvísun: Fimm sjálfshjálparráð úr Biblíunni | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s