Hugsaðu þig „Upp“ …

Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –

Ef við höfum náð að hugsa okkur niður,  hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? –  Jú, við hugsum okkur upp.

Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra,  það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –

Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –

Nýtt námskeið  – „Ég get það“ –  hefst 21. október nk.  Verið velkomin! –  Skráning HÉR  ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Ég get það …. og hvað er þetta „það?“ …..

Þegar við viljum ná árangri þurfum við oft að minnast þess að vera raunsæ.

Manneskja í svona nokkuð lélegu „sófaformi“ ákveður ekki að ganga Esjuna á morgun, – heldur tekur hún ákvörðun um að ganga á Esjuna, en byrjar aðeins smærra,  e.t.v. er nóg að taka klukkutíma göngu á jafnsléttu til að byrja með og fara svo að prófa aðeins halla, eins og að ganga í Búrfellsgjá og enda á toppnum þar. –  Endurtaka það og svo fara þegar styrkurinn er orðinn meiri á Esjuna, – og ganga e.t.v. upp að steini.  Það má endurtaka og síðan þegar styrkurinn vex fara alveg upp á topp og skrifa þar í gestabók.

Þetta tekur tíma – en ákvörðunin er fyrst.

Þetta „Það“ sem þessi manneskja getur er að ganga, er að hreyfa sig – og jú hún getur gengið upp á toppinn á Esjunni,  þó það sé ekki alveg daginn eftir ákvörðun. –

Þegar við ætlum okkur of stór skref á of stuttum tíma líður okkur eins og við séum vanhæf og ómöguleg,  getum hreinlega ekki. – En gefum okkur tíma og gefum okkur það að vera raunsæ og tökum bara ákvörðun.

Það er margt sem við getum, ef þú ert að lesa þetta þá til dæmis getur þú lesið, þú getur andað, þú getur notað tölvu, kannski getur þú gengið á Esjuna strax á morgun,  en kannski ekki fyrr en eftir ár? –

Jákvæð staðhæfing er upphaf að mörgu, og þarf ekki að vera röng þó hún virki ekki akkúrat í dag eða á morgun.  Ef þú segir við sjálfa/n þig: „Ég elska mig djúpt og einlæglega“ – eða „Ég virði mig, ég er stórkostleg manneskja“ þá er það satt, þó þú trúir því ekki þá stundina.  Það kemur að því, ef þú bara heldur áfram og endurtekur þessar setningar, og helst fyrir framan spegil þar sem þú horfir í augu þér.  Þá hættir þú líka að láta aðra segja þér eitthvað annað,  því þannig virkar sjálfs-traustið.

„Ég get ÞAГ –  … setningin kemur okkur áfram, en við eigum að færast áfram, þó að við og við komi mótvindur og feyki okkur jafnvel um koll, þá höldum við áfram, vegna þess að við getum það! –

Hafðu TRÚ  – og þú getur ÞAÐ.

425125_10150991208683141_2145683887_n

Á ég að týna mér eða þér? – um ójafnvægi í samböndum 1. hluti

Þessi pistill heitir á frummálinu:

„The split-level relationship“  og er eftir Steve Hauptman

Hér eru tvær spurningar sem við glímum við ef við viljum vera í heilbrigðu sambandi.

Hvernig get ég fengið þig án þess að týna mér?

Hvernig get ég fengið mig án þess að týna þér? 

Þessum spurningum er ekki auðsvarað, en það er hægt að glíma við þær.

En það er glíman sem skiptir máli.

Af hverju?

Vegna þess að hún framkallar grunnþarfir þess sem við höfum fram að færa í hvaða sambandi sem er.

Samband (connection) og frelsi. 

Samþykki annarrar persónu og að samþykkja sjálfa/n sig.

Heilan og raunverulegan maka,  og á sama tíma, heila/n og raunverulega/n þig.

Tvo raunverulega og heila einstaklinga.

Flestir sem höfundur þekkir eru sannfærðir um að ekki sé hægt að vera heil (þau sjálf) bæði á sama tíma.

Flestir eru úr fjölskyldum –  sem hafa alkóhólískt – eða ofbeldistengt mynstur eða eru á annan hátt vanvirkar – og hafa þar af leiðandi ekki haft möguleikann á að finna jafnvægið milli þess að vera í sambandi og vera frjáls.

Það sem þau lærðu var að hafa eitt þýddi að missa hitt.  Annað hvort var það samband eða frelsi.

Það að ávinna sér ást og samþykki foreldra, til dæmis, þýddi það að fórna mikilvægum hlutum í lífi þeirra sjálfra,  eins og frelsinu við að tjá sig frjálslega eða að sinna eigin þörfum.

Það er í fjölskyldunni sem við ólumst upp sem hvert okkar lærði sitt persónulega svar við þessum tveimur spurningum.

Hvernig get ég fengið þig án þess að týna mér?

Hvernig get ég fengið mig án þess að týna þér? 

Og svarið sem við tileinkuðum okkur varð að mikilvægum (þó að mestu ómeðvituðu) hluta grunnviðhorfa okkar til lífsins og sambanda okkar,  það sem höfundur kallar – okkar Plan A.

Sumir taka ákvörðun, „Þar sem ég get ekki haft okkur bæði, ætla ég að hafa MIG, og til fjandans með ÞIG“ – sálfræðingar kalla þetta hið sjálfhverfa svar (The narcissistic answer.)

Önnur ákveða, „Þar sem ég get ekki haft okkur bæði, ætla ég að haf ÞIG, og til fjandans með MIG“ – sem er hið „margfræga“ meðvirka svar.

Þá segir hinn sjálfhverfi maki  „ÉG fyrst,“ og hinn meðvirki svarar, „Já, elskan.“

Og þessar tvær persónugerðir enda saman með ótrúlega reglulegu millibili.

Þegar fylgst er með samskiptum þessa pars,  kemur  á óvart hversu fyrirsjáanleg samskiptin eru.  Í öllum aðstæðum finnur sjálfhverfi einstaklingurinn einhverja leið til þess að segja: „Ég fyrst/ur,“ og hinn meðvirki svarar „Já, elskan.“  Það er eins og þessir aðilar hafi sest niður fyrir langa löngu og skrifað undir samning um að gera þetta svona.

Sem þeir að hluta til gerðu.

Það hvernig þau svöruðu þessum tveimur spurningum hér að ofan,  eru að stærstum hluta ástæðan fyrir að þau löðuðust hvort að öðru.

Höfundur segir að flest pör sem leita ráðgjafar hjá honum fylgi þessu mynstri – svo mörg að hann ákvað að gefa þessu parasambandi nafn.

Hann kallar það „split-level relationship“ –  við gætum kallað það „samband á aðskildu plani“ –  eins og að par búi í pallaraðhúsi og annar aðilinn sé alltaf skör neðar en hinn.

Þessi sambönd á aðskildu plani ganga um tíma, en brotna yfirleitt alltaf upp.  Á einhverjum tímapunkti áttar annað hvort annar aðilinn eða báðir að þeir eru ekki að fá það sem þeir þarfnast úr sambandinu.

Hin meðvirku taka yfirleitt eftir því fyrst. Þegar þessi maki er kvenkyns getur þetta leitt til þess sem höfundur kalla „The Walk-Away Wife“ – „Eiginkonan sem gengur burt.“ –  Ég mun skrifa sérstaklega um það síðar.

En hin sjálfhverfu hafa tilhneygingu til að vera óhamingjösum líka. Þau kvarta um einmanaleika,  skort á nánd við hinn meðvirka maka, eða skort á virðingu og umhyggju.  Þau geta upplifað óþolinmæði,  eirðarleysi, pirring, gremju.  Stundum neyta þau áfengis, eiturlyfja, ofnota mat, lifa í reiði eða halda framhjá, og líður svo illa með það.

Allt þetta á sér stað vegna þess að þessi sambönd á misjöfnu plani eru ófrávíkjanlega óheilbrigð.

Kunnugleg, vissulega.  Jafnvel þægileg, að því leyti að fólk veit hvað það hefur.  (Öryggistilfinningin).

En þessi sambönd eru ekki heilbrigð.  Þessi svör sem mynda ójafnvægi og samböndin á misjöfnu plani eru byggð á geta ekki uppfyllt tilfinningaþörf tveggja fullorðinna einstaklinga.  Og það endar með því að báðir aðilar upplifa sig svikin,  án þess að skilja hvers vegna.

Hvernig er batinn hjá svona pari?

Þá er hlutverkum víxlað.

Hinn meðvirki einstaklingur verður að þróa með sér hugrekki og æfa sig í að standa upp fyrir sjálfum sér.

Hinn sjálfhverfi  verður að þróa með sér samhug og æfa sig í að stíga niður,  æfa sig í að gefa í stað þess að heimta.

Auðvelt?  Nei.  Fyrir hvorugt þeirra er þetta auðvelt.

Aðeins nauðsynlegt til að vera á sama plani.  (Búa á sömu hæð).

Þýðing – Jóhanna Magnúsdóttir – http://www.johannamagnusdottir.com

„Hvað þykist þú geta?“ ….

Þessi spurning er smá stuðandi, er það ekki? ..

„Ég get það“ – er nýtt námskeið sem ég hannaði úr reynslu/þekkingar/menntunarkörfu minni með djúpum áhrifum frá Louise L. Hay.

„Ég get það“ – er góð staðfesting .. og gott að hafa hana sterka, sérstaklega þegar úrtöluraddir segja „Þú getur það ekki“ – og enn verra er þegar úrtöluröddinn kemur úr eigin huga.

Það er áhugavert að hugsa hvort að þú talar við þig í 1. eða 2. persónu.

Hvort heyrir þú frekar hljóma í höfði þínu, svona þegar þú ætlar þér eitthvað stórt eða breyta til,  „hver þykist þú vera?“  eða „hver þykist ég vera?“  –  „Hvað þykist þú geta?“ eða „Hvað þykist ég geta?“

Af hverju ætli sumir heyri „þú“ –  jú, kannski vegna þess að einhver „velviljaður“ eða „velviljuð“ hefur komið því inn í kollinn þinn – eflaust með þínu leyfi.  Einhver önnur persóna en þú,  en það er óþarfi að álása þessari annari persónu,  því að persónan sem viðheldur þessu ert þú,  en því er hægt að breyta.

Þegar við erum börn erum við voðalega varnarlaus, við erum þó frjáls lengi vel og pælum ekki mikið í því hvað aðrir eru að hugsa eða segja.

Tökum dæmi um tveggja ára barn sem heyrir tónlist, það fer að dilla sér og er svo farið að dansa úti á miðju gólfi.  Barnið nýtur sín og nýtur  tónlistarinnar.  Það er varla að hugsa: „ætli einhver sé að horfa á magann á mér, hann er nú svolitið útstæður“ –  eða „er ég með asnalegar hreyfingar“ – eða „ætli einhver sé nú að dást að mér“ –  en svo gerist það að við förum að vera vegin og metin, og vera viðkvæm fyrir áliti og skoðunum annarra.  Þá annað hvort hættum við að njóta þess að dansa – eða við dönsum bara ef við erum flinkir dansarar með samþykktar hreyfingar.

Já, að minnsta kosti fyrir framan aðra.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  en frelsið er þegar við förum að hætta að vera svona upptekin af því hvað öðrum finnst.  Þegar við dönsum, tölum, leikum og lifum án þess að vera með stanslausar áhyggjur af áliti annarra.

„ÉG GET ÞAГ   –  er námskeið fyrir alla/r sem vilja frelsi tl að vera þeir sjálfir – þær sjálfar  (best að nota bæði kynin).

Þegar við erum að koma fram er líka grundvallarregla að vera við sjálf og ekki fara í hlutverk eða setja upp grímu,  – nema við séum hreinlega i leikriti.

Ég ætla að leiðbeina á þessu námskeiði,  en ég hef reynslu af því að kenna tjáningu í framhaldsskóla – reynslu af því að kenna á fjölmörgum sjálfsræktarnámskeiðum hjá Lausninni.

Námskeiðið verður því “ framkomunámskeið með dýpt.“  😉

Hægt er að skrá sig á síðu Lausnarinnar:

http://www.lausnin.is

http://www.lausnin.is/?p=3576

Aldrei og seint að bjarga barni frá neikvæðu hugsanaferli! ..

„Ég get það“ … nýtt námskeið í sjálfsrækt ;-)

Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að vera með sjálfstyrkingar-og tjáningarnámskeið fyrir fullorðna.  (18 ára og eldri).

Námskeiðið er æfing í framkomu, tjáningu um leið og því að nota jákvæðar staðfestingar. –

Ég mun nota bók Louise L. Hay

„ÉG GET ÞAÐ – HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA STAÐFESTINGAR TIL AÐ BREYTA LÍFI SÍNU“     

sem kennslubók, auk þess nota ég eigið efni.

Hvar?  Lausnin, Síðumúla 13, 3 hæð. 

Hvenær?  9. september – 4. nóvember  

Klukkan hvað?  –   17:00 – 19:00  

Hversu oft? 9 skipti x 2 klukkustundur

Hvað verður gert?  Fyrirlestur, æfingar, verkefni, tjáning æfð, framkoma, spuni o.fl.

Hver leiðbeinir?  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar

Hvað kostar?  Námskeiðið kostar 39.900.-  Námsgögn innifalin.

Dagskrá:

1. vika 9. september –   Kynning Máttur staðfestinga

2. vika 16. september –   Heilsa  (1. kafli) 

3. vika 23. september –   Fyrirgefning (2.kafli)

4. vika  30. september – Velmegun (3. kafli) 

5. vika  7. október – Sköpunargáfa  (4. kafli)

6. vika  14. október – Ástir og sambönd (5. kafli) 

7. vika  21. október – Starfsframi (6. kafli)

8. vika 28. október –   Kvíðalaust líf (7.kafli)

9. vika 4. nóvember – Sjálfsvirðing (8. kafli) 

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum . Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Úr bókinni:

„Sumir segja að staðfestingar virki ekki, sem er staðfesting í sjálfu sér,  þegar þeir meina í raun að þeir kunni ekki að nota þær á réttan hátt. Þeir segja ef til vill: „Efnahagur minn fer síbatandi,“  en hugsa samtímis: „Úff, þetta er heimskulegt, ég veit þetta mun aldrei virka.“ 

Hvor staðfestingin haldið þið að verði ofan á?  Sú neikvæða auðvitað vegna þess að hún er hluti af gamalli vanabundinni hugsun um lífið.“ 


„Ef við viljum bæta lífsgildi okkar og viðhorf þurfum við að þjálfa hugann og vera jákvæðari í tali. Staðfestingar eru lykillinn. Þær eru byrjunin á leið okkar til breytingar.“ – 
                                                              – Louise L. Hay

Markmið námskeiðsins er að aflæra gamla vanabundna hugsun, og læra nýja hugsun.

Markmiðið er „Jákvæðari og ánægðari þú og sterk trú á eigin getu.  Trúin á það að eiga allt gott skilið og mega skína. –

Skráning fer fram á vef Lausnarinnar http://www.lausnin.is  en opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum. –  Sendið mér tölvupóst johanna@lausnin.is ef þið hafið áhuga á að vera með,   og ég læt vita þegar búið er að opna skráninguna.

Sjálfsræktar – og framkomunámskeið 11 – 13 ára Vesturland

SJÁLFSRÆKTAR- og FRAMKOMUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA

11 – 13 ára í Borgarfirði

Nemendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spunaleikrit,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða o.fl.

MARKMIÐ:

  • Aukið sjálfstraust
  • Aukin færni til ákvarðanatöku
  • Læra að setja markmið
  • Aukin hæfni í samskiptum
  • Að læra um mikilvægi þess að virða sjálfa sig og aðra
  • Að njóta lífsins

NÁMSLÝSING:

Nemendur eru virkjaðir í umræðum og tjáningu.  Kynntar eru mismunandi leiðir og aðferðir til að auka sjálfstraust og efla lífsgæði.

NÁMSAÐFERÐ:

Fyrirlestrar, umræður, lífsleikniverkefni- og leikir.

NÁMSEFNI:

Efni frá leiðbeinanda.

STAÐSETNING:  Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Borgarnesi

Tímabil fimmtudaga:   20. og  27. Júní 2013    kl. 13:00 – 16:00 

11 – 13 ára:  

 (20. og 27. júní)    – ath! átti upphaflega að vera 3 skipti en breytt í 2 skipti m/möguleika á framhaldi í ágúst.

9.900.-  krónur á nemanda  (innifalin námskeiðsgögn,  pappír, “draumabækur” o.fl. )

Leiðbeinandi er ykkar einlæg:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi og fv. aðstoðarskólastjóri,  en ég kenndi m.a. Félagsfræði og áfanga í Tjáningu  í framhaldsskóla og hef góða reynslu af kennslu- og uppbyggingarstarfi með fólki á öllum aldri.

Fjöldi á námskeiði:  lágmark 10 – hámark 20

Skráning og nánari upplýsingar johanna@lausnin.is 

Aðeins hægt að greiða með peningum eða leggja inn á reikning 0303-26-189,  kt. 211161-7019.  Nánari greiðsluupplýsingar í tölvupósti við skráningu 😉

Umsagnir fyrrv. nemenda:

“Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gekk í Menntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.”  

Jökull Torfason

“Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“

Takk fyrir mig:)
Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

 happy-kids

Starfsdagur í þínum skóla eða fyrirtæki? … Hópefli, fræðsla um meðvirkni og jákvæð samskipti.

Heil og sæl þið sem lesið, – ég hef í boði dagskrá fyrir leikskóla, grunnskóla, háskóla eða fyrirtæki,  þar sem ég kynni  kjarnaatriði meðvirkni,  fjalla um samskipti.

Eftirfarandi er dagskrá sem ég var með á starfsdegi í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri,  föstudag 1. mars og líkaði það vel,  bæði mér og starfsfólki skólans sem tók þátt af einlægni og með opnum hug – og hjarta!

Leiðbeinandi Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og fv. aðstoðarskólastjóri

9:00 – 12:00

Kynning á dagskrá, fyrirlesara og þátttakendum

Hugleiðsla – ljósið tekið inn og „strandarferð“ ..

Að læra og „aflæra“ ..  hvað er það og hvers vegna?

Kjarnaatriði meðvirkni? – (Fyrirlestur,  spuni og spurningar)

12:00 – 12:45     Hádegishlé

12:45  – 16:00

Hamingjustuðullinn   (Fræðsla og spurningar)

Meðvirkni er ekki góðmennska,  pistill lesinn og fjallað um meðvirkni og hvar hún kemur fram í lífi eða í kringum einstaklinga.
Jákvæð samskipti:  “Þú ert svo neikvæð” ..  hvernig get ég látið aðra manneskju vita að mér finnist hún neikvæð án þess að móðga hana? –

Framtíðardagbók og sýn.

Hópeflisæfing

Kynning á „Tapping“ ..

16:00   LOK

—————————————–

Ég get sérsniðið dagskrá (styttri eða lengri)  eftir hvaða  áherslum er óskað eftir,  hópar geta tekið sig saman eða félagasamtök. 

Leitið endilega upplýsinga.    Tölvupóstur  johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 895-6119  😉 … Tek vel á móti ykkur.

image-1

 

 

Kvöldstund með nautn og núvitund …

Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og læra af því um leið.

Það er líka gaman að starfa við eitthvað skemmtilegt.

Mér sýnist að eftirfarandi gæti verið það sem kallað er „Win-Win… vinna –  fyrir bæði mig sem leiðbeinanda/kennara og þátttakendur sem þiggjendur/nemendur. –

Leika og læra.

Það sem verður í boði:

Einn gestgjafi kallar á 6 – 10 aðila til að bjóða í mat m/meiru.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kl.  18:00    Mæting – og kynning á þátttakendum og leiðbeinanda,  og leiðbeinandi kynnir sjálfa sig og hvað er í bígerð.

Kl.  18:30   „Hvað vil ég“ .. þátttakendur komast að eigin draumum og vilja.

Kl.  19:00   Borðhald m/fyrirlestri um núvitund og mataræði,  borðhaldið er bæði fyrirlestur og núvitundaræfing, – þar sem listin að njóta matar/lífsins er kynnt fyrir þátttakendum.  Aðalréttur gjarnan léttur réttur,  fiskréttur, kjúklingur eða salat.  Eftir mat er súkkulaðihugleiðsla.

Kl. 20:00   Heimferðarhugleiðsla og slökun,  sest niður í hring og leiðbeinandi leiðir í slökun og fer með hugvekju fyrir hópinn.

Markmið:  Að vekja til vitundar um mikilvægi þess að njóta!   Auk þess er stundinni ætlað að vera afslöppuð, ánægjuleg og laða fram gleði og sátt innra með þátttakendum!

Kynningarverð:

3.500.-   krónur pr.  þátttakanda.

Frítt fyrir gestgjafa,  sem útvegar þó mat og húsnæði.

Gestgjafi fær gjafapoka m hugleiðsludisknum Ró og ýmsu góðu til áminningar um það að njóta og lifa í sátt.

(Lágmark 5 (auk gestgjafa) – hámark 15)

Í boði á virkum dögum eða um helgar,  eftir samkomulagi og möguleiki að færa tímasetningar til.   Er sveigjanleg í samningum.

Hafið samband johanna.magnusdottir@gmail.com til að fá nánari upplýsingar eða panta.  Getur verið í boði á á landsbyggðinni ef samningar nást.

Ath!  Ekki er æskilegt að bera fram vín m/mat, fyrir eða eftir því þá er hætta á að eitthvað skerðist núvitundin!

Byrjar í mars.

p.s. ekki leiðinlegt 😉

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir. johanna

Sjálfsræktar-og framkomunámskeið fyrir 11 – 13 ára Borgarnesi

Ég hef verið beðin um að setja um námskeið fyrir ungmenni 11 – 13 ára í Borgarnesi  og þykir mér gaman að geta verið við þeirri beiðni m.a. því lengi býr að fyrstu gerð og ég hefði svo sannarlega sjálf viljað hafa fengið meiri sjálfstyrkingu þegar ég var barn! –

Nemendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spunaleikrit,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða o.fl.

Markmið:  Að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu,  opna fyrir tjáningu og eiga auðveldara með samskipti.

Námskeiðið verður mánudaga kl. 16:00 – 18:00  (húsnæðið er í fæðingu, en verður á einhverjum góðum stað í Borgarnesi (allir staðir góðir þar reyndar ;-))

Væntanlega verður námskeiðið betur kynnt í byrjun janúar.

Tími  5. – 26. febrúar 2013   (möguleiki á framhaldi í mars)

Kynningarverð:  12.000.-  krónur  

(innifalin námskeiðsgögn,  pappír, „draumabækur“ o.fl. )

(Upplögð jólagjöf – hægt að panta gjafabréf hjá johanna@lausnin.is)

Leiðbeinandi er ykkar einlæg:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi og fv. aðstoðarskólastjóri,  en ég kenndi m.a. Félagsfræði og áfanga í Tjáningu  í framhaldsskóla og hef góða reynslu af kennslu- og uppbyggingarstarfi með nemendum.

Fjöldi á námskeiði:  10 – 20 nemendur

happy-kids

Kíkið endilega á þetta – ég hefði sjálf viljað fá svona þjálfun þegar ég var yngri, þá hefði ég kannski farið öruggari inn í lífið.  – Jákvæðni – hugrekki – styrkur – kærleikur – heiðarleiki – kurteisi – og margt meira í pakka fyrir 11 – 13 ára!

Ath! – ef að eftirspurn verður eftir námskeiði 12 – 15 ára þá væri möguleiki að hafa það á mánudögum  19:00 – 21:00  (ef áhugi er fyrir hendi sendið mér póst og ég safna á lista og læt vita hvort af verður).

Umsögn fv. nemenda:

„Jóhanna Magnúsdóttir,  klárlega góðhjartaðasta manneskja sem til er!“  Orri Páll 

„Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gékk í Manntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.“   Jökull Torfason

„Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“

Takk fyrir mig:)
Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

—–

Minni svo á að ég er með handleiðsluhóp fyrir konur um meðvirkni, á fimmtudögum kl. 17:00 – 18:30 en hann byrjar um miðjan janúar.

Einkaviðtöl get ég boðið upp á um leið og skýrist með húsnæðið,  en það eru sálgæslu- og sjálfstyrkingarviðtöl í anda þess sem ég skrifa um hér á síðunni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

„Sjáðu þig og tjáðu þig“ .. sólarhingsnámskeið í Skorradal fyrir konur

Við ráðgjafar hjá Lausninni, sjálfsræktarsamtökum;  Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sú sem þetta ritar,  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur – erum að fara að leggja saman krafta okkar, – og langar að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt fyrir konur og stillum því upp námskeiði utan borgarmörkin.

Það er gaman að geta boðið upp á námskeið þar sem fólk kemst „í tæri“ við sjálft sig og tilfinningar sínar og tengja það við náttúruna, því að í náttúrunni tengjumst við okkur sjálfum og auðveldara að tengja við aðra. – Vaða í vatni, leggjast í laut, vinna verkefni og  hugleiða undir berum himni o.s.frv. –

sumarhúsin við vatnið ..en bæði verður unnið inni og úti – á opnu svæði og inní dásmlegu skógarsvæði þar sem snætt verður um kvöldið úti palli við sumarhús sem er eins og í dularfullu ævintýri. –  Klæðum okkur eftir veðri 😉

Námskeiðið er byggt upp af fyrirlestrum, verkefnavinnu, hugleiðslu og fleiru sem við Ragnhildur höfum að bjóða úr okkar þekkingar-og reynslubrunni, unnið verður bæði innan- og utandyra.

Markmiðið er m.a.  að ná betri tengingu við sjálfa sig og tilfinningar sínar,  njóta sín og upplifa sig. 

Traust, trúnaður og samhugur eru leiðarljós slíkrar vinnu.

„Að sjá sig og tjá sig“  –  en það er mikilvægt að átta sig á því að heilun okkar felst fyrst og fremst i því að setja fókusinn inn á við.

Námskeiðið verður haldið á Indriðastöðum í Skorradal í samstarfi við staðarhaldara.   Frá mánudegi 25. júní kl. 14:00 – þriðjudags 26. júní kl. 12:00.

Auk þess fylgja þrír tímar í hópeftirfylgni í húsnæði Lausnarinnar,  Síðumúla 13 í Reykjavík.

(þátttakendur fá senda dagskrá og ítarlegri upplýsingar  við skráningu)

Innifalið:  Gisting í  sumarhúsi m/heitum potti (fjögur hús í boði).  Leiðsögn/ kennsla reyndra ráðgjafa og námskeiðsgögn,   kaffi og kvöldmatur á mánudag,  morgunverður á þriðjudag,  ávextir og millibitar.

Fjögur sérherbergi í boði og fjögur tveggja manna (kojur). –

Verð:   24.900.-  (tvær í herbergi)  eða  27.900.-  (sérherbergi)

Aðeins 12 konur komast að á námskeiðið í einu.

Staðfestingargjald er 10.000.-  en ekki er bókað að komast að fyrr en búið er að greiða gjaldið og fá staðfestingu að það sé laust.

Þátttakendur koma á eigin bílum,  en möguleiki á að við höfum milligöngu um að sameina í bíla ef óskað er.

Auglýsing um námskeiðið og skráningarform verður sett inn á síðu Lausnarinnar  http://www.lausnin.is, á næstu dögum,  en hægt að hafa samband við okkur  johanna@lausnin.is eða ragnhildur@lausnin.is  ef vantar nánari upplýsingar. –

Einnig er hægt að „forskrá“  hjá johanna@lausnin.is