„Sjáðu þig og tjáðu þig“ .. sólarhingsnámskeið í Skorradal fyrir konur

Við ráðgjafar hjá Lausninni, sjálfsræktarsamtökum;  Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sú sem þetta ritar,  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur – erum að fara að leggja saman krafta okkar, – og langar að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt fyrir konur og stillum því upp námskeiði utan borgarmörkin.

Það er gaman að geta boðið upp á námskeið þar sem fólk kemst „í tæri“ við sjálft sig og tilfinningar sínar og tengja það við náttúruna, því að í náttúrunni tengjumst við okkur sjálfum og auðveldara að tengja við aðra. – Vaða í vatni, leggjast í laut, vinna verkefni og  hugleiða undir berum himni o.s.frv. –

sumarhúsin við vatnið ..en bæði verður unnið inni og úti – á opnu svæði og inní dásmlegu skógarsvæði þar sem snætt verður um kvöldið úti palli við sumarhús sem er eins og í dularfullu ævintýri. –  Klæðum okkur eftir veðri 😉

Námskeiðið er byggt upp af fyrirlestrum, verkefnavinnu, hugleiðslu og fleiru sem við Ragnhildur höfum að bjóða úr okkar þekkingar-og reynslubrunni, unnið verður bæði innan- og utandyra.

Markmiðið er m.a.  að ná betri tengingu við sjálfa sig og tilfinningar sínar,  njóta sín og upplifa sig. 

Traust, trúnaður og samhugur eru leiðarljós slíkrar vinnu.

„Að sjá sig og tjá sig“  –  en það er mikilvægt að átta sig á því að heilun okkar felst fyrst og fremst i því að setja fókusinn inn á við.

Námskeiðið verður haldið á Indriðastöðum í Skorradal í samstarfi við staðarhaldara.   Frá mánudegi 25. júní kl. 14:00 – þriðjudags 26. júní kl. 12:00.

Auk þess fylgja þrír tímar í hópeftirfylgni í húsnæði Lausnarinnar,  Síðumúla 13 í Reykjavík.

(þátttakendur fá senda dagskrá og ítarlegri upplýsingar  við skráningu)

Innifalið:  Gisting í  sumarhúsi m/heitum potti (fjögur hús í boði).  Leiðsögn/ kennsla reyndra ráðgjafa og námskeiðsgögn,   kaffi og kvöldmatur á mánudag,  morgunverður á þriðjudag,  ávextir og millibitar.

Fjögur sérherbergi í boði og fjögur tveggja manna (kojur). –

Verð:   24.900.-  (tvær í herbergi)  eða  27.900.-  (sérherbergi)

Aðeins 12 konur komast að á námskeiðið í einu.

Staðfestingargjald er 10.000.-  en ekki er bókað að komast að fyrr en búið er að greiða gjaldið og fá staðfestingu að það sé laust.

Þátttakendur koma á eigin bílum,  en möguleiki á að við höfum milligöngu um að sameina í bíla ef óskað er.

Auglýsing um námskeiðið og skráningarform verður sett inn á síðu Lausnarinnar  http://www.lausnin.is, á næstu dögum,  en hægt að hafa samband við okkur  johanna@lausnin.is eða ragnhildur@lausnin.is  ef vantar nánari upplýsingar. –

Einnig er hægt að „forskrá“  hjá johanna@lausnin.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s