Elskaðu náungann EINS OG sjálfa/n þig

Taktu fulla ábyrgð á eigin lífi.
Hættu að ásaka aðra.
Sjáðu sjálfa/n þig sem orsök þess sem gerist fyrir þig.

Gerðu það sem þér líkar að gera.
Ekki vera í starfi sem þér líður illa.
Taktu þátt í lífinu af fullum mætti.

Gefðu þér mörg einföld ánægjuefni.
Vertu í fötum sem þér líður vel í, fáðu þér nudd o.s.frv.

Gættu tungu þinnar, varastu að tala þig niður.
Hættu að beita sjálfa/n þig og aðra dómhörku.

Hugsaðu vel um líkama þinn.
Gefðu honum hreyfingu og góðan mat.

Hafðu viljann til að skapa lífsstíl sem þroskar og  nærir sjálfsálit þitt.
Vertu sjálfsörugg/ur í kringum aðra.

Samþykktu þig reglulega.

Haltu dagbók yfir sigra þína og árangur.

Forðastu að bera þig saman við aðra. Mundu að það sem skiptir meginmáli er hver við erum,  ekki hvað við gerum.

Gefðu þér leyfi til að gera reglulega „ekki neitt“  – skipuleggðu tíma með sjálfum/sjálfri þér.

Andaðu oft djúpt.

Uppgötvaðu kostina við að anda djúpt.

Borðaðu oft gæðamat.

Hættu að reyna að breyta öðrum.

Stilltu athyglina á það að vera sjálf/ur eins og þú vilt að aðrir séu!

Líttu reglulega í spegil og segðu:

„Ég elska þig, ég elska þig raunverulega“ ..

Farðu að sleppa sektarkendinni og hættu að segja „fyrirgefðu“ endalaust.

Farðu að sjá að mistök eru dýrmætar lexíur og forðastu það að dæma þig.

Skapaðu meðvitað jákvæðar hugsanir og tilfinningar lífsfyllingar og  sjálfs-ástar í stað gömlu hugsanana um skort.

Vertu tilbúin/n að hlæja að sjálfri/sjálfum þér og lífinu.
Hættu að taka sjálfa/n þig svona hátíðlega.

Taktu við hrósi frá öðrum án þess að fara hjá þér eða þykja það kjánalegt.

Ekki gera lítið úr jákvæðum hugsunum þeirra og tilfinningum í þinn garð.

Vertu góð/ur við hugann.

Ekki hata sjálfa/n þig fyrir að vera með neikvæðar hugsanir.

Breyttu varfærnislega hugsun þinni.

Haltu athygli þinni og hugsunum í nútíðinni, í staðinn fyrir að lifa í fortíð eða framtíð.

Viðurkenndu annað fólk reglulega, segðu þeim af hverju þér líka vel við það.

Fjárfestu í sjálfum/sjálfri þér.

Farðu á námskeið, vinnustofur og kúrsa sem þroska helstu náðargáfurnar þínar.

Gerðu lista yfir 10 hluti sem þú hefur gaman af, eða jafnvel ástríðu fyrir að gera og gerðu þessa hluti oft.

Komdu fram við þig eins og þú kemur fram við einhvern sem þú elskar.

Lofaðu þig.

Endursagt úr: http://positive-thoughts.typepad.com/inner_wisdom/

Leyfðu þér að fljóta og treysta.

Ein hugrenning um “Elskaðu náungann EINS OG sjálfa/n þig

  1. Bakvísun: Fimm sjálfshjálparráð úr Biblíunni | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s