Hvernig verður þú persónan sem þú elskar? …

Þú stendur fyrir framan spegilinn og segir:

„Ég elska þig“ … en einhvers staðar á bakvið hljómar „EKKI“ ..  Þú hreinlega trúir ekki eigin fullyrðingu,  því fyrir þér er hún ekki sönn, þér finnst þú ekki elsku þinnar virði.   En hvernig getur þú orðið þessi persóna sem er elskunnar virði?

Þessi ráð fann ég á síðu sem heitir Positive Thoughts og heitir greinin á frummálinu „Become the person you love.“

  1. Hættu að dæma þig og farðu að meta þína innri fegurð. – Dómharka í eigin garð er ekki það sama og vera heiðarleg/ur við sjálfa/n sig. Það að lifa sem einlæg, umburðarlynd manneskja, er stærsta áskorunin, fyrir utan það að geta sett sig í spor annarra, að líða vel í sínum eigin sporum.Í hverju brosi er fegurð. Í hverju hjarta er elska. Í hverjum huga er viska. Í hverri manneskju er sál, líf, verðmæti og það er hæfileikinn til að sjá alla þessa hluti í öðrum, líka okkur sjálfum.
  2. Komdu fram við sjálfa/n þig eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.  Samþykktu þig!  Óöryggi er það sem gerir þig óaðlaðandi, en ekki þú.  Vertu þú,  bara eins og þú ert.  – á þann fallega máta sem aðeins þú þekkir. Viðhorf þitt til þín mótar viðhorf annarra til þín.  Ef þú elskar ekki sjálfan þig gera aðrir það ekki heldur.   Og þegar þú ert orðin/n sátt/ur í eigin skinni, kemur vissulega í ljós að það mun ekki endilega öllum líka við þig,  en þú munt ekki láta þig varða um það.
  3. Láttu þig minna varða hvað öðrum finnst um þig. – Ekki týna sjálfum/sjálfri þér í leit þinni fyrir samþykki annarra.  Gerðu þér grein fyrir að þú munt alltaf virðast aðeins minni en sumt fólk telur þig vera,  en að flest fólk áttar sig ekki á því að þú ert miklu stærri persóna en þú lítur út fyrir að vera.  Þú ert nógu góð/ur – og alveg nóg,  svona eins og þú ert.  Þú þarft ekki að sanna tilverurétt þinn fyrir öðrum.  Láttu þig minna varða hvað þú ert í augum annarra og meira varða hvað þú ert í eigin augum.
  4. Þekktu verðmæti þitt. – Við samþykkjum oft þá ást sem við teljum að við eigum skilið.  Það er ekkert vit í því að vera í öðru sæti í lífi einhvers,  þegar þú veist að þú ert nógu verðmæt/ur til að vera í fyrsta i lífi einhvers annars.
  5. Ekki flýta þér í ástarsamband. – Ástin er ekki aðeins kynlíf, að fara á flott stefnumót eða sýnast.  Hún snýst um að vera með persónu sem dregur fram hamingju þína eins og enginn annar getur gert.  Þú þarft ekki einhvern fullkominn,  aðeins einhvern sem þú getur treyst  – og sýnir þér fram á að þú ert hans einasta eina,  eða einasti eini (The One and Only).  Ef þú hefur ekki fundið sanna ást nú þegar,  ekki stunda málamiðlun.  Það er einhver þarna úti fyrir þig sem mun elska þig skilyrðislaust,  jafnvel þó það sé ekki manneskjan sem þú varst að vonast eftir upphaflega.
  6. Slepptu tökum á fólki sem er ekki raunverulega til staðar fyrir þig. – Sumu fólki er ekki ætlað að passa inn í líf þitt, hversu mikið sem þig langar til þess að það geri það.  Þeir sem eru ástar þinnar virði eru þeir sem standa með þér í gegnum storma lífsins og gleðjast með þér þegar að erfiðleikar eru yfirstaðnir.  Kannski inniheldur „hamingjusamur endir“ aðeins sjálfa/n þig í augnablikinu.   Kannski ert þú ein/n á ferð að tjasla þér saman og hefja nýtt líf,   að frelsa sjálfa/n þig til að hafa tækifæri á einhverju betra í framtíðinni.  Kannski er „hamingjusamur endir“ einfaldlega það að sleppa tökunum.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s