Að elska án væntinga um endurgreiðslu …

Louise Hay er kona komin hátt á níræðisaldur og sem hefur lifað tímana tvenna.  Hún gekk í gegnum mikla erfiðleika sem barn og unglingur,  og einnig á fullorðinsaldri en hefur ákveðið að snúa viðhorfi sínu til lífsins upp í jákvæðni.

Ég hlusta oft á hana þegar ég vil ýta undir jákvæðni mína og vellíðan,  því eitt af því sem Louise Hay segir er að ef að við erum alltaf að spyrja „Þykir þér vænt um mig?“ – „Elskarðu mig?“ og svo framvegis séum við „Co-dependent“ eða meðvirk.   Við erum háð því að aðrir elski okkur og þyki vænt um okkur og það sé líka táknrænt fyrir óöryggi að þurfa að spyrja.

Það ætti víst að vera þannig að ef við sjálf erum fullkomlega örugg í eigin skinni,  hvort sem við erum börn eða fullorðin,  þurfum við ekki að spyrja um samþykki hinna á okkur eða elsku.   Við eigum líka að geta greint það með viðmóti og eflaust gerum við það flest.

Margir muna eftir parinu sem birtist í Mogganum í mörg ár undir

„Ást er….“

Ástin hefur nefnilega ýmsar birtingarmyndir og í raun þarf ástin ekkert að sanna sig.  En falleg samskipti, snerting, augnatillit segir oft meira en þúsund orð.  –

Það er alveg eins hægt að tjá elsku á þennan máta eins  og hægt er að tjá ofbeldi eða beita því  með þögn, með augnatilliti, með því að hunsa, afskiptaleysi o.s.frv.

Hvort sem við erum börn eða fullorðin þá finnum við hvort að fólki þykir vænt um okkur eða ekki,  nema að okkur skorti eitthvað – og auðvitað er það reyndin í mörgum tilfellum.

Það er mikilvægt að tala saman, og auðvitað að hrósa, yrða væntumþykjuna upphátt – en það verður að vera inneign fyrir orðunum.  Annars eru þau ekki sönn og við erum ekki sönn eða heiðarleg.

Fyrirsögnin er „Að elska án væntinga um endurgreiðslu“ ..  sprautan að því var þessi danska tilvitnun á Facebook:

„KÆRLIGHED begynder der, hvor der ikke ventes gengæld.“
eða
Kærleikurinn hefst,  þar sem ekki eru væntingar um endurgreiðslu.
Þarna er um að ræða skilyrðislausan kærleika.
Ef við tengjum þetta við efnið að ofan,  þá snýst þetta um að leyfa okkur að elska án þess að vera í stöðugum ótta við að vera ekki elskuð til baka.   Fá endurgjald.
Þetta er erfitt,  og næstum bara á færi þeirra sem eru langt komin í því að lifa í sátt og samlyndi við sjálfa sig.  Þeirra sem upplifa lífsfyllinguna með sjálfum sér,  þeirra sem finna ástina innra með sér.
Við eigum hana öll hið innra,  það er bara spurningin að opna á hana.
Stóra spurningin sem við þurfum að spyrja er ekki hvort að aðrir elski okkur,  heldur:
„Elska ég mig?“ … samþykki ég mig,  eða hvað vantar mörg prósent upp á að ég sé virði minnar eigin elsku?“ ..
Þarf ég að sanna elskuna í eigin garð,  vinna góðverk, þarf elskan í eigin garð endurgjald? –  Getur kannski verið að þetta sé fyrirfram greitt og við skuldum ekkert fyrir elskuna?
Getur þú elskað þig skilyrðislaust?
Verðmæti þitt felst ekki í verkum þínum eða gjörðum,  verðmæti þitt felst í þér sem góðri sköpun.   Verðmæti þitt hefur ekki rýrnað síðan þú varst nýfætt ungabarn sem engar kröfur voru gerðar til aðrar en að þú – barnið –  andaðir og nærðist.  Þetta barn var virði allrar elsku og það er það enn í dag.  Það hefur ekki farið neitt og býr innra með þér og það er þitt að vernda það og elska.
Auðvitað höfum við öll GERT eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir,  sagt eitthvað o.s.frv.  en það eru gjörðir og hafa ekkert með kærleika án skilyrða að gera.   Án skilyrða þýðir að það er ekki hægt að stilla upp plúsum eða mínusum,  góð verk eða vond verk hafa þar ekkert að segja.
Ef við upplifum að við getum ekki elskað okkur sjálf,  þá er það vond tilfinning og hún hefur áhrif á allt líf okkar og hvernig aðrir upplifa okkur líka.   Það er því ágætt að átta sig á því að það er e.t.v. auðveldara að elska barnið innra með okkur,  því það hefur ekki farið neitt,  við þurfum bara að veita því athygli…. og ást.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s