Mikilvægustu eiginleikar lífsins ..

Eftfirfarandi er endursögn frá síðu sem heitir „Spiritual Avakenings“ –  en það er margt sem við lærum þegar við höfum vaknað eða komið til meðvitundar.  Ég tel að þetta eigi við eineltisþola líka, – þeir sem eru lagðir í einelti hafa oft eiginleika sem sá sem ræðst að þeim öfundar þá af,  eða vildi að þeir hefðu. –   Dæmi:  krakkar sem gengur vel í skóla,  skara framúr að einhverju leyti o.s.frv. – blíðir einstaklingar,  einstaklingar sem eru með opið hjarta o.s.frv.
En þetta á ekki aðeins við á barnsaldri, þetta á við alla ævi og inn í fullorðinsárin.   Það er gott að rannsaka eigið skinn, kannski höfum við verið í hlutverki þess sem ráðist er að – en líka kannski verið í hlutverki árásarmannsins?  Einhvern tímann? –
En pistillinn er eftirfarandi:
„Sumt  fólk mun gera hluti, aðeins til að ergja þig, til að bregða fyrir þig fæti eða ná sér niðri á þér.  Vegna þess að þeim stafar ógn af mætti þínum og þeir vilja ná völdum yfir þér.  Ljósið laðar oft að sér árásarmenn – en ljósið fælir þá líka frá ef það velur að hafa sterk mörk.
Það er mjög sjálfselskt að ráðast inn í friðhelgi annarrra og síðan álása þeim fyrir að vera of viðkvæmir.
Sum Sjálf vaxa e.t.v. aldrei upp í hið hærra Sjálf, en það er þeirra vandi.  Ekki láta aðra ná þér niður – láttu það skoppa til baka þangað sem það á heima,  með því að viðhalda stöðugleika og hlutleysi,  vegna þess að þeirra eigin vekjari þarf að hringja. Ekki næra þá eða gefa þeim fullnægjuna við að særa þig. Til þess að enda stjórntíð þeirra máttu ekki hlýða þeirra stjórn og ekki leyfa þeim að gera þig að fórnarlambi og ekki verða fórnarlamb.
Þegar horftst er í augu við þetta, láttu það færa þér aukinn andans mátt, því það er á þeirri stundu sem þú ert minnt/ur á hið góða sem þú ert gerð/ur úr.  Það er engin ástæða til að sökkva sér í örvæntingu eða sársauka vegna þess að þurfa að eiga við þá sem ekki höndla kærleika, elsku og samúð sem heilagt ..
Ef þú heldur þetta í heiðri,  munt þú njóta kostanna.  Þá muntu njóta þess að minna annað fólk á hversu fallegt lífið getur verið,
þegar þú berð virðingu fyrir mikilvægustu eiginleikum lífsins.

+525966_4121119355193_877443323_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s