Hefur þú margt á samviskunni? –
Kannski ertu búin/n að læra það að skömm og sektarkennd eru erfiðar tilfinningar sem gera þig jafnvel veika/n? –
Þess vegna þarftu að sleppa tökunum og hætta að berja þig niður, læra af því sem hægt er að læra af og halda áfram.
En nei, kannski er einhver þarna úti sem hefur áhuga á að þú upplifir sektarkennd, – einhver sem líður sjálfum/sjálfri illa og er ósátt/ur við að þú svífir gegnum lífið … eins og það sé staðreyndin 😉 ….
Er einhver svona „púki“ sendur inn í þitt líf til að sjá til þess að viðhalda vanlíðan þinni? –
Einhver sem stundar „The blame game“ eða viðheldur ásökunum í þinn garð? –
Við getum verið misnæmir móttakarar, mismunandi viðkvæm eða opin – og við getum átt misjafna daga.
Nú reynir á að hætta að hlusta á púkann og minnka vald hans. „Return to sender“ … verða næstu skilaboð.
Ef þú gerir það ekki, þá endar það með því að allt verður þér að kenna, hegðun annarra verður þér að kenna.
Heimurinn verður á herðum þér, flóðbylgjur, jarðskjálftar, tap íslenska handboltaliðsins … verður þér að kenna.
Fáðu þér frelsi og slökktu á móttakaranum!