Okkur þarf að þykja nógu vænt um okkur sjálf, elska okkur, til að láta ekki fólk sem haldið er sjálfseyðingarhvöt draga okkur niður. Ef mikið er af neikvæðu fólki í lífi okkar, þurfum við að skoða hvaða leið við höfum verið að fylgja sem laðar svoleiðis fólk að okkur.
Getur verið að við séum ómeðvitað að næra eigin neikvæðni?
Þegar við breytumst, skiptum við um farveg – breytum við siðum og verðum öðruvísi, breytast hinir líka og framkoma þeirra við okkur breytist, eða þá að þetta fólk lætur sig hverfa úr lífi okkar svo að það sé pláss fyrir það fólk sem kann að meta (hin nýju) okkur.
Sama hvað gerist, sama hvernig heimurinn snýst, þá er það alltaf jákvætt að fara að þykja vænt um sjálfa/n sig og samþykkja sig.
Valentínusardagur hvað? …
Góður pistill og sönn orð. Hafðu þakkir fyrir.
Takk fyrir góð og sönn orð elsku Jóhanna mín