Of eða Van ….

Þegar farið er af stað í sjálfsskoðunarferðalagið komumst við fljótt að því að eitt af því sem við erum að glíma við er að við höfum (mörg) tilhneygingu til að fara í „Ofið“ eða „Vanið“ ..

Einfaldasta dæmið er varðandi mataræði:

Öll ef ekki flest átök í ræktinni eða mataræði flokkast undir „Of“  og þegar við gefumst upp á „Ofinu“ .. þá er leiðin venjulega beint yfir í „Vanið“ ..

Ofið er þá:

Förum í eitthvað nýtt mataræði þar sem við sleppum öllum unnum kjötvörum, sykri, hvítu hveiti, sælgæti.    Borðum á ákveðnum tímum,  vigtum jafnvel matinn og aðhaldið er gífurlegt.  Hreyfum okkur a.m.k. 5 sinnum í viku og hlaupum jafnvel á Esjuna og allt þetta beint uppúr sófa.

Vanið kemur eftir svekkelsið að halda ekki út þetta „fullkoma“ líf, og Vanið er því að eftir uppgjöf dembum við okkur í sukkið – enn meira en fyrr, og leggjums fyrir uppí rúmi og drögum sængina upp fyrir haus.  Keyrum beint í lúguna í Aktu, taktu og kaupum hamborgara m/frönsku og kokteilsósu,  og svo súkkulaði á eftir. –

„Hreyfing?“  er það eitthvað sem maður notar ofan á brauð?

Þetta eru dæmi um Of eða Van – hvað mataræði og hreyfingu varðar. –  Það eru þessi Átök sem eiga að redda öllu sem eru í 99% tilfella þannig að við höfum ekki úthald í þau og þá sveiflumst við ekki beint í meðalhófið heldur í Vanið,  vegna svekkelsins að hafa ekki tekist það sem við ætluðum okkur og líður eins og við séum misheppnaðar manneskjur.

Þetta á við um svo margt í lífinu,  ekki bara mataræði og hreyfingu,  það er t.d. hvernig við göngum um húsnæðið okkar,  hvernig við stundum námið o.fl.   Allt á að taka í skorpum og svo gjörsamlega vera meðvitundarlaus þess á milli,  þá hleypur maður á milli þess að vera í miklu stressi yfir í vanlíðan.

Það er því best að fara ekki af stað í Vanið,  eða Átök eða annað slíkt.
Lífið er ekki flöt lína,  og meðalvegurinn er ekki þröngur vegur.  Það má alveg fara að mörkunum – leika smá, prófa smá,  en það eru mörk sem kallast „hættumörk“  sitt hvorum meginn við meðalveginn.   Þau eru merkt með annars vegar Of og hins vegar Van.   Þegar við erum komin út fyrir þessi mörk erum við komin í hættu.

Það er ekki tilviljun að meðalvegurinn er kallaður „Hinn gullni meðalvegur“ ..   Við erum ekkert ósvipuð plöntunum, – þ.e.a.s. við þurfum meðalvökvun, súrefni, ljós og birtu.   Ekki of mikið sólarljós og ekki of lítið.

Burkna þarf að vökna örlítið ca. annan hvorn dag,  þannig hélt ég burkna rökum, dökkgrænum og lifandi í langan tíma.  Ég þurfti að bregða mér frá og það gleymdist að vökva burknann.   Hann fékk lítinn sem engan vökva.  Ég kom heim og sá að hann var skrælnaður – og reyndi að ná honum til baka,  en hann felldi bara endalaust blöð, og moldin var svo þurr að ekki var hægt að bjarga honum með góðu móti,  hann gaf ekki af sér þá fegurð sem okkur langar að sjá í burkna.

Hvað verður um okkur þegar við gleymum sjálfum okkur?  –  Er okkur við bjargandi?   Auðvitað reynum við allt,  en við vitum að það þýðir til dæmis ekkert fyrir manneskju sem hefur verið í svelti í langan tíma að lækna það með einhverri barbabrellu og fara að úða í sig.

Að sama skapi grennist manneskja sem er komin í hættulega ofþyngd ekki á einhverjum einum kúr,  það er bara ávísun á Of eða Van ferli.

Meðalvegurinn – jafnvægið – er málið,  og það er farsælast til árangurs að vökva jafnt og þétt,  en ekki svelta og ofvökva til skiptis,  það er ávísun á eitthvað allt annað en heilsu og hamingju. balance

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s