Núið – Stærsta gjöfin …

Hvað er þetta Nú?

„Present Moment“

Present þýðir gjöf og Núið er því gjöf.

Núið er svolítið sleipt, og því erfitt að festa hendur á því.

Galdurinn er:  „EKKI REYNA“ …

Um leið og við hættum að reyna,  kemur Núið til okkar,  það kemur ekki ef við fyllumst örvæntingu eða kappi við að elta það, því það liggur í hlutarins eðli að ef við erum að elta þá er það ekki „present“  heldur frjarlægt.

Að reyna gefur okkur útgönguleið, eins og orðið „kannski“ –

Ég ætla að reyna ….

Kannski ætla ég ….

Þar höfum við opnað fyrir möguleikann að gera það ekki.

Ég ætla ekki að reyna að vera til,  heldur ætla ég að vera til.

Það er svo merkilegt að um leið og við hættum að reyna þá fara hlutirnir að gerast.

Ástæðan fyrir þessum pælingum hér að ofan er að ég hef fundið fyrir því að ég hef tapað þessari gjöf,  kannski ekki að ástæðulausu þar sem grunninum hefur verið kippt undan í minni tilveru – sorgin gerir það, og sorginni fylgja allskonar tilfinningar sem skekja tilveruna enn meira.  Pirringur, reiði, leiði, þreyta, magnleysi … þráðurinn er stuttur sem aldrei fyrr.  Fólk er meira pirrandi en nokkru sinni fyrr! ..  Merkilegt nokk!

Auglýsing í útvarpi þar sem Egill Ólafsson segir að ekki verði allir sextugir, stingur eins og hnífur í hjartastað.

Pirringurinn hefur ekkert með þetta fólk að gera. Það hefur ekkert með afmæli Egils Ólafssonar að gera,  eða nokkurt sextugsafmæli.  Það hefur með minn sannleika að gera,  með mína hjartasorg að gera.

Ef þú kreystir appelsínu færðu út appelsínusafa.

En ég veit að besta gjöfin er að komast í Núið,  komast í jafnvægi, jafnvægið sem riðlaðist þegar grunnurinn var hristur.

Það var í gær þegar ég var að keyra inn í Hvalfjarðargöngin og ég var að hugsa um þetta blessað Nú, sem mig langaði svo að eignast,  og ég var að hugsa upp aðferðir, tækni o.fl. til að nálgast Núið að eldingunni laust niður í höfuðið á mér.

„Ekki reyna“ … og um leið og ég „heyrði“ þessi orð eða skynjaði þau,  náði ég innri ró,

..er á meðan er.

Eins og við öll,  þarf ég að taka einn dag í einu.

Ég er þakklát fyrir hvern dag,

þakklát fyrir gjöf stundarinnar,

þakklát fyrir andartakið.

Þakklát fyrir Núið.

codependent-no-more

Ein hugrenning um “Núið – Stærsta gjöfin …

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s