Kvöldstund með nautn og núvitund …

Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og læra af því um leið.

Það er líka gaman að starfa við eitthvað skemmtilegt.

Mér sýnist að eftirfarandi gæti verið það sem kallað er „Win-Win… vinna –  fyrir bæði mig sem leiðbeinanda/kennara og þátttakendur sem þiggjendur/nemendur. –

Leika og læra.

Það sem verður í boði:

Einn gestgjafi kallar á 6 – 10 aðila til að bjóða í mat m/meiru.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kl.  18:00    Mæting – og kynning á þátttakendum og leiðbeinanda,  og leiðbeinandi kynnir sjálfa sig og hvað er í bígerð.

Kl.  18:30   „Hvað vil ég“ .. þátttakendur komast að eigin draumum og vilja.

Kl.  19:00   Borðhald m/fyrirlestri um núvitund og mataræði,  borðhaldið er bæði fyrirlestur og núvitundaræfing, – þar sem listin að njóta matar/lífsins er kynnt fyrir þátttakendum.  Aðalréttur gjarnan léttur réttur,  fiskréttur, kjúklingur eða salat.  Eftir mat er súkkulaðihugleiðsla.

Kl. 20:00   Heimferðarhugleiðsla og slökun,  sest niður í hring og leiðbeinandi leiðir í slökun og fer með hugvekju fyrir hópinn.

Markmið:  Að vekja til vitundar um mikilvægi þess að njóta!   Auk þess er stundinni ætlað að vera afslöppuð, ánægjuleg og laða fram gleði og sátt innra með þátttakendum!

Kynningarverð:

3.500.-   krónur pr.  þátttakanda.

Frítt fyrir gestgjafa,  sem útvegar þó mat og húsnæði.

Gestgjafi fær gjafapoka m hugleiðsludisknum Ró og ýmsu góðu til áminningar um það að njóta og lifa í sátt.

(Lágmark 5 (auk gestgjafa) – hámark 15)

Í boði á virkum dögum eða um helgar,  eftir samkomulagi og möguleiki að færa tímasetningar til.   Er sveigjanleg í samningum.

Hafið samband johanna.magnusdottir@gmail.com til að fá nánari upplýsingar eða panta.  Getur verið í boði á á landsbyggðinni ef samningar nást.

Ath!  Ekki er æskilegt að bera fram vín m/mat, fyrir eða eftir því þá er hætta á að eitthvað skerðist núvitundin!

Byrjar í mars.

p.s. ekki leiðinlegt 😉

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir. johanna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s