― Eckhart Tolle, A New Earth
„Að hvíla í ásökun þýðir að þú trúir að vandi þinn sé vegna einhvers sem einhver gerði þér, það gefur ofbeldismanninum valdið, og skilur þig, fórnarlambið – eftir valdalaust, án möguleika til að verjast eða að breytast. Þess vegna heldur það að ásaka þér föstum/fastri í sjúkleikanum og verður líklega til að þér versnar.“
En þetta er lausleg þýðing á þessum texta úr bókinni „Breaking Free, eftir Pia Mellody og Andrea Wells Miller.
„Blame means you believe you have the problem you have because of what somebody else did to you, this gives power to the offender, and renders you, the victim – powerless, without the ability to protect your self or change. Therefore blaming will keep you stuck in the disease and will probably make you worse.“Ef við viljum ná bata, eða bara fara að ná að finna innri frið, þá þurfum við hreinlega að sleppa tökum á því fólki, eða aðstæðum sem urðu til þess að við urðum fórnarlömb.
Ekki leita út á við eftir ófriði til að ná innri friði .. það gengur ekki upp.
Það mikilvægasta er að safna sjálfum/sjálfri sér saman, læra að lifa í sátt við sjálfa/n sig. Stilla fókusinn heim og inn í eigin kjarna.
Og svona rétt í restina – endum líka á speki Tolles sem hvetur okkur til að vera vakandi og vera okkar eigin áhorfendur.
― Eckhart Tolle, A New Earth
Góð orð og sönn eins og svo margt sem frá þér kemur Jóhanna. Kærar þakkir fyrir pistlana þína.