Hvað myndir þú gera ef þú vissir að í dag væri þinn hinsti dagur í þessu jarðlífi?
Þessi dagur 13. mars 2013 og þú ert eins og þú ert í dag?
Við hverja myndir þú tala, með hverjum viltu vera?
Hvað áttu ósagt sem þú ert að geyma til betri tíma og vilt ekki skilja eftir?
Ég var að hlusta á fréttaskot þar sem fréttakonan sagði:
„Live each day as it was your last day“ ..
Það komu strax í mig efasemdir, færi einhver í vinnuna ef hann eða hún vissi að það´væri síðasti dagurinn? – Myndi viðkomandi fara á milli ættingja og kveðja og knúsa? Eða hvað? …
Ég held ég hafi tekið þetta of bókstaflega.
Það er eflaust átt við það að gera það besta úr hverjum degi og kannski hafa þessar spurningar í huga sem ég hóf pistilinn á.
Svo er gott að setjast niður með sjálfri/sjálfum sér og sortéra það sem maður vill hafa í lífinu og hvað ekki. –
Þetta er svolítið dramatískt – en bara raunhæft.
Ágætt að enda þessa morgunhugvekju með heimspeki Pooh. 😉 og ég óska þér góðs dags.