„Hann hefur ekki áhuga á því sem ég segi … “ …

Fyrirsögnin kemur úr viðtali við ungling sem var að lýsa reynslu sinni af viðtali við geðlækninn sinn. –   Síðan hélt hann áfram: „Og svo gefur hann mér bara einhverjar pillur.“ –

Unglingurinn hafði verið sendur fram og til baka í kerfinu,  þar sem hann „funkeraði“ ekki eins og skyldi,  og auðvitað voru alls konar orsakir þar á bak við,  frá umhverfi, uppeldi og svo líffræðilegar.

Þegar við lítum yfir hvolpahóp úr goti – þá sjáum við strax mismunandi persónuleika. Sumir eru stríðnir og aðrir halda sig til hlés.  Við mannfólkið erum svolítið svoleiðis líka.

En alveg eins og hvolpar þurfa athygli – þurfa börnin athygli, og börnin verða síðan unglingar sem þurfa athygli og að á þá sé hlustað.  Líka geðlæknirinn eða sálfræðingurinn.

Auðvitað segir þessi frásögn bara frá einu samtali unglings og geðlæknis, – og læknar eru misjafnir sem annað fólk.  –   Ég veit þó eftir mína reynslu af viðtölum,  ekki bara við unglinga,  að þetta er ekki einkareynsla þessa unglings.

Það þýðir ekki heldur bara að tala um læknana, eða benda,  því að við foreldrar gerumst oft „sek“ um að hlusta ekki,  heyra ekki,  vera fjarlæg, hvort sem það er í anda eða líkama, þannig að erfitt er að nálgast okkur.  Siminn fær e.t.v. forgang – í miðju samtali við unglinginn þinn? –

Þetta hefur allt samverkandi áhrif,  – ég heyrði einhvers staðar um meðferðarúrræði þar sem öll fjölskyldan er tekin fyrir.  Ekki bara unglingurinn,  heldur mamman, pabbinn,  systkinin.    Það er e.t.v. of stór pakki,  en það þýðir auðvitað að foreldrar þurfa að skoða sig,  hvernig fyrirmyndir þeir séu,  hvaða skilaboð þeir eru að gefa börnum sínum o.s.frv. með hegðun og framkomu.   Hvernig leyst er úr málum o.s.frv. –

En hvað um það,  það getur verið erfitt að setja sig í spor annarra,  erfitt að setja sig í spor annarra, hvort sem um er að ræða spor barns, unglings eða fullorðins.   Flest skiljum við ekki nema að hafa reynt,  og ef við þykjumst ætla að kenna einhverjum eitthvað og hafa aðeins lært það í bókum en ekki í gegnum eigin lífsreynslu getur það verið erfitt.

En ef við gefum okkur út fyrir að vinna með geðheilsu – þá verðum við að sýna manneskjunni og því sem í hennar huga eða á hennar geði liggur áhuga er það ekki? …

554877_445952805484449_1274816442_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s