„Að læra að þora og geta, vera jákvæður og bjartsýnn“ …

Þegar þú ert smiður þá sérðu það sem þú ert búinn að byggja.  Þú sérð afrakstur verka þinna.

Ég vinn við að „smíða“ eða byggja (upp) fólk.

Það er ekki alltaf auðvelt að sjá árangur,  en ég verð að viðurkenna að hjartað mitt hoppar af gleði þegar að ég sé að mér hefur tekist að vekja í fólkinu löngun til að hjálpa sér sjálft.   Það er trixið.  Ekki að hjálpa fólki þannig að ég beri það yfir lækinn,  heldur að það finni leið yfir lækinn.

Ég fæ stundum smá bréf – eða skilaboð frá fólki,  eða það segir mér sjálft þegar það finnur mun á sér,  eða breytingu hvernig það tæklar líf sitt.  Stundum fæ ég skemmtileg komment hér fyrir neðan pistlana,  að eitthvað sem ég skrifaði hjálpaði.

Þessi endurgjöf gefur mér byr undir báða vængi (reyndar er ég vængjalaus en tek svona til orða) – til að halda áfram.

Það er ekkert auðvelt – og langt í frá að halda áfram eftir það mótlæti sem ég hef orðið fyrir sl. mánuði.  En það hafa komið svo mörg gullkorn,  og ég hef fengið svo mikinn stuðning frá fólki,  að ég er orðin 100% viss um mikilvægti þess að halda áfram.

Fólk er fyrir fólk. 

Í gær fór ég til sérfræðings, hann hlýtur að vera mjög klár því það kostaði 23 þúsund krónur að fá að vita að ekki væri til lækning við „munnóeirðinni“ (Burning mouth syndrome)  og best að taka bara eitthvað róandi lyf (valíum)  til að róa ofvirku taugarnar sem valda því að ég fæ brennandi sviða í munninn.  (Já margt skrítið í kýrhausnum!)  En eflaust hefur erfiður eða „grimmur“ eins og sjúkrahúspresturinn orðaði það svo réttilega,  aðdragandi að dauða Evu Lindar minnar – og svo það sem á eftir fylgdi startað þessum sjúkdómi,   en hann er á andlegu nótunum.

Ég hugsaði hins vegar að ef að sjúkdómurinn byrjar vegna andlegs álags,  þá vil ég laga hann með andlegri vinnu.   Það hlýtur að vera lógískt.  Hreyfing, yoga, slökun, hugleiðsla, jákvæðni – og svo auðvitað að halda áfram að kenna og leiðbeina – og lifa í ljósinu.   Ég hef trú á því.

Missi aldrei trú. 

Fyrir áramót var ég að leiðbeina fjórum fötluðum einstaklingum á vegum Símenntunar Vesturlands,  – ég var efins um að ég gæti haldið því áfram eftir allt álagið og áfallið,  en því var haldið opnu fram á síðustu stundu og ég tók djúpt andann og fór að kenna á ný.

Auðvitað tóku nemendurnir mér opnum örmum og höfðu ekki gleymt broskallinum sem við teiknuðum á töfluna,  en ég hef sagt frá honum áður.

Í fyrradag var svo lokatíminn okkar saman og við útbjuggum minnisspil úr námsefninu okkar.

  • Kærleikslestin ..  
  • Perlurnar
  • Bergmálsfjallið
  • Þori-get-vil

o.s.frv.

Erfitt að gleyma – ef búið er að gera minnisspil,  og svo spiluðum við í lokatímanum.

Þann 6. mars sl. birtist viðtal í Skessuhorni við þessa fjóra nemendur,  og Helgu Björk sem hefur haldið utan um námsbrautina með glæsibrag.

Þar las ég þetta:

„En hefur námið breytt miklu fyrir hann“ .. en þar er verið að taka viðtal við Arnar Pálma,  einn af fjórmenningunum og hann svarar:

„Já, ég myndi segja það,  til dæmis lífsleiknin,  að læra að þora og geta,  vera jákvæður og bjartsýnn.  Þetta drífur mann áfram og margt af því sem ég læri hérna getur nýst mér.“ ..

Þetta viðtal,  ásamt fleiru yndislegu sem upp kom í þessari samveru okkar, er örugglega á við það sem smiðurinn sér þegar hann virðir fyrir sér velheppnað handverk eða hús.  Eða á við 10 valíumtöflur (hef þó ekki prófað þær ennþá). –

Kærleikslestin – sem ég punkta hér að ofan sem eitt af námsefninu, er að hluta til hugmynd frá Brian Tracy,  en hann sýndi hvernig maður kæmist áfram í lífinu,  svona eins og lest – ef þú segðir

„I like my self, I like my self, I like my self“ … og  svo bætti hann við  „I can do it, I can do it, I can do it“ .. Lestin færist áfram.

Einfaldar lexíur en svo sannar.   Jákvætt sjálfstal sem byggir upp.

Þakklætið trompar mótlætið. 

 

308192_177514862373237_1750021977_n

3 hugrenningar um “„Að læra að þora og geta, vera jákvæður og bjartsýnn“ …

  1. …Talandi um mikilvægi launa læknisins er hann auðvita meiriháttar. En við segjum aldrei :Sjálfmenntaður læknir…Við segjum stundum sjálfmennaður smiður. Ég veit um menntun þína reynslu og störf. Hvort ykkar hefur hugsanlega bjargað fleiri mannslífum? Það verður aldrei sannað þess þarf ekki. Guð blessi þig Ljúfust.

  2. Elskuleg, ég segi eins og Langbrókin mín hér að ofan: “ Haltu áfram að smíða“
    Læknarnir blessaðir eru afar gjarnir á að pilla sjúklingana út frá sér svo eru þeir alveg hissa er maður segir nei takk
    Þó þú hafir ekki vængi þá ert þú engill elsku Jóhanna mín
    Gleðilega páska til þín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s