Fyrirlesturinn sem Sigga Lund stóð fyrir á dögunum hefur varla farið fram hjá mörgum, en hann bar yfirskriftina „Sjálfstraust óháð líkamsþyngd“ og er byggt á þeim grundvelli að „sjálfið“ sem sjálfstraustið ætti að byggjast á ætti ekki að byggjast á holdarfari.
Það ætti að byggjast á okkur sjálfum, – af hverju ætti mitt sjálf að vera sterkara þegar ég er með minna utan á mér en meira.
Þetta er víst ekki alveg svona einfalt, meira af brjóstum meira sjálfstraust, samt eru brjóst fituvefur að mestu er það ekki?
Sjálfstraustið er því þegar að fitan er á réttum stöðum! .. eða hvað?
Á móti þessu kemur að samfélagið býr sér til ákveðna „fegurðarstaðla“ – þeir eru misjafnir eftir stöðum og tíma og fylgja tísku. Einu sinni voru rúbenskar búttaðar konur í tísku. Einu sinni þótti fínt að vera skjannahvít. Þá hljóta konurnar sem voru örlítið búttaðar og skjannahvítar að hafa verið með mest sjálfstraustið. Því þær voru í tísku!
Smá hugarmatur – eða „food for thought“ ..
Svo er það þannig að ekkert í útlitinu sem endist að eilífu, tja nema í formaldehýði. Ef sjálfstraust byggist á sléttri húð – minnkar þá sjálfstraust með hverri hrukku? –
Ég held við verðum að hætta að leita svona út á við eftir sjálfstrausti, bæði út á við hvað varðar útlit og líka út á við hvað varðar viðurkenningu annarra.
Viðurkenningin þarf að koma innan frá. Sjá hlekk til að sjá næsta námskeið: „Í kjörþyngd með kærleika“ sem hefst 13. apríl nk. en þær konur sem mæta á námskeiðið komast fljótlega að því að kjörþyngdin sem þarf að vinna í fyrst og fremst er hin andlega kjörþyngd – og tölum við því ekki um þyngdarstuðul, heldur um hamingjustuðul. –
smellið á hlekkinn hér fyrir neðan: