Sársauki og ofát …

Ég átti von á barnabarninu mínu í heimsókn, – bjallan hringdi og feðginin voru mætt á svæðið. 

Eva Rós var að koma í pössun og var vön ömmu Jógu, – en í þetta skiptið fór hún að gráta þegar pabbi fór –  því hún var svo nýkomin til hans frá mömmu sinni og fannst þetta skrítið allt og óskiljanlegt.  

Fyrsta hugsun mín? ….

„Hvað get ég gefið henni að borða?“ .. og ætlaði að fara að labba með henni inn í eldhús til að sefa grátinn. 

En sem betur fer var ég „vöknuð“  og áttaði mig alveg á því að hún var ekkert svöng,  hún þurfti bara að fá að gráta smá, fá svo knús og það að amma fullvissaði hana um að pabbi kæmi fljótt aftur – enda virkaði sá pakki alveg ágætlega og fljótlega var hún farin að leika. 

Það þurfti ekki smáköku eða svala sem huggun.

Þegar við finnum til, erum leið eða bara „tóm“ – þá er tilhneygingin að teygja sig í eitthað til að fylla í tómið.  Tómarúmið hið innra sem verður þó seint fyllt með mat eða drykk.

Og þess vegna verðum við ekki södd.

Ég hef verið að bjóða upp á námskeið fyrir konur – ekki komin með karlana ennþá – þar sem farið er í orsakir þess að borðað er þegar við erum ekki svöng. –

Í hefðbundnu aðhaldi, kúrum, átaki eða hvað við viljum kalla það,  er yfirleitt verið að vinna við afleiðingar.  Afleiðingar sem eru umframþyngd. 

Námskeiðið mitt hefur þá nálgun að skoða orsakir eða rætur. 

Ef við vinnum einungis í afleiðingum er það eins og að reita arfa af blómabeði, hann vex aftur.   Það þarf að kafa dýpra, – skoða „Af hverju?“

Sophie Chiche sálfræðingur segir m.a. „You have to see your pain to change“ .. eða „þú þarft að sjá sársauka þinn til að breytast“ .. viðurkenna vandann og átta þig á  honum.  

Markmiðið er s.s. að breyta sjónarhorninu á tilverunni,  upplifa verðmæti sitt án hins ytra og átta sig á því að hamingjan helst ekki í hendur við það að vera mjó/r, hvað þá sjálfstraustið eins og mjög svo oft er hamrað á.

Margar tágrannar manneskjur eru með lélegt sjálfstraust og alls ekki hamingjusamar.

Það er því ekki samasem merki þarna á milli,  en stundum dugar það að ná árangri með kílóin til að fólk upplifi sig sem „sigurvegara“ og þá í einstaka,  ég ítreka einstaka tilfelli nær viðkomandi að hækka sinn hamingjustuðul um leið og þyngdarstuðullinn lækkar.

Málið er að kúrar og átak virka því miður oftast öfugt,  þ.e.a.s. þú nærð mjög líklega tímabundnum „árangri“ hvað kílóin varðar en svo fara þau að hrannast upp aftur og e.t.v. fleiri og þá er stutt í vanlíðan og líða eins og þú sért misheppnuð! .. 

Það þarf því að aftengja vigtina við hamingjustuðulinn!

Ég henti minni vigt fyrir löngu síðan – og það var heilmikil frelsun.

Oft er sársaukaveggur að sannleikanum – en þegar í gegnum hann er komið bíður frelsið. 

Næsta námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  verður haldið laugardag 13. apríl nk.  og í framhaldi eru eftirfylgnihópar  – sem eru nauðsynlegir til að fara í sjálfsskoðun,  orsakir hafa afleiðingar.   Hvað orsakar?  – 

Niðurstaðan í flestum tilfellum er að sú eða sá sem fer að skoða sig er í raun ekki að stunda kærleika í eigin garð og stundar jafnvel hryðjuverk, hvort sem er á líkama eða sál.  

Ath! .. Það að sýna sér kærleika er EKKI að ala sig á mat til að fylla í tómarúm.

Hvað með þig,  þarftu meira að borða (drekka, spila, vinna ..o.s.frv.) eða að umvefja þig kærleika og gefa þér knús?  

Skráning á námskeið er á  www.lausnin.is

403674_246031245475929_123071417771913_546442_1898489367_n

Ein hugrenning um “Sársauki og ofát …

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s