Ég spyr stundum sjálfa mig af hverju lífið hefur leitt mig þangað sem ég er komin. Það er næstum sama til hvaða starfs ég hef verið ráðin, ég enda einhvern veginn alltaf sem leiðbeinandi – diplómat – leitandi lausna til bætts samstarfs eða samskipta.
Þegar ég var barn dreymdi mig um að stöðva styrjaldir, – nú – fullorðin dreymir mig um að stöðva styrjaldir inni á heimilum og styrjaldir innra með okkur sjálfum.
„Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“ – sagði Gandhi.
Ég fyllist eldmóði þegar ég hugsa þetta. Mig langar þetta einlæglega – þ.e.a.s. að vera breytingin þó stundum komi stórt bakslag í minn eigin heim. Eitthvað hræðilega óvænt og óbærilegt – sem ég þó verð að bera og þegar upp er staðið gerir mig sterkari þó að sá styrkur sé dýru verði keyptur, mjög, mjög dýru.
Af hverju skrifa ég og af hverju starfa ég sem ráðgjafi og held námskeið – er leiðbeinandi og kennari?-
Vegna þess að ég trúi að heimurinn verði miklu betri ef við stöndum saman í stað þess að við séum sundruð.
Hversu mörgum líður ekki illa, þjást vegna alls konar kvilla – nú eða vegna þess að þeir eiga ekki fyrir reikningum – hvað þá mat um mánaðamót? – Sumir deyja úr hungri á meðan aðrir deyja vegna offitu.
Ég held þetta sé spurning um að taka betur höndum saman, – styðja betur við hvort annað, láta okkur náungann varða, ekki ala á bjargarleysi – heldur að styðja, virkja og hvetja. Hjálpa til sjálfsbjargar.
Vera saman en ekki sundur þegar bjátar á.
Meiri elska og minna stríð. Það er löngu vitað.
Það er líka löngu vitað að það eru tvær hliðar á öllum málum.
Ef þú talar við tvær stríðandi fylkingar þá hefur hvor fylking sína söguna. Hinn er „vondi kallinn“ Svoleiðis er það oftar en ekki í skilnaðarmálum. Stundum er enginn vondur kall, bara tveir aðilar sem eru í innra stríði og því kunna þeir ekki neitt og geta ekkert gefið nema stríð.
Af hverju geri ég það sem ég geri? – Af hverju skrifa ég?
Ég trúi að við getum gert lífið betra ef við erum betri við hvort annað. Það er víst nóg af öðru sem við ráðum ekki við.
Minni á örnámskeiðið „Lausn eftir skilnað“ sem verður haldið 20. júní nk. – sjá: http://www.lausnin.is og á einkaviðtölin mín, hugleiðslur, hugvekjudiskinn RÓ – og fyrirlestra t.d. fyrir fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir.
Af hverju að hlusta?
Ég trúi á meiri og óplægða möguleika til betra lífs sem liggja innra með ÞÉR.
Hverju trúir þú?