Hin eilífa orka lífsins ..

Þó þú takir eitthvað tæki úr sambandi þýðir það ekki að orkan sé ekki enn til staðar.

Rafmagnið.

Líkaminn okkar er tæki – en við erum tengd ósýnilegum straumi – orku, lífsorku sem aldrei deyr.  Það þýðir að þó að líkaminn, eða hulstrið okkar og líffærin sem halda líkamanum gangandi deyji þá höldum við áfram „við“ – sem orka –  sem sál – höldum áfram.

Við höfum þá möguleika á að vera sannir sálufélagar, því við verðum ekki aðeins við hlið þeirra sem við elskum – við verðum með þeim alltaf og alla daga og í þeim.

Við getum ekki sinnt þeirra líkamlegu þörfum en við erum 100% til staðar fyrir þau andlega,  þau þurfa bara að finna það og skynja.

Þau sem eru „skilin eftir“ geta valið að ganga áfram í gleði eða sorg.  Aðsklnaðurinn er erfiður svo það kemur alltaf sorg,  en sorgin má ekki vara að eilífu,  það þolir enginn, ekki heldur þeir sem fóru – það finnst þeim vont.  Allir hafa sitt hlutverk og einhver verður að hafa gleði og gæfu til að sinna sjálfum sér og þeim sem þurfa hendi til að halda í.

Ekki spyrja mig hvaðan þetta kemur, en eflaust kemur þetta bara frá sama stað og flest mín skrif sem bara koma og ég veit ekkert hvaðan.

Annars…

Jú, ég veit það og þú kannski líka.

WEBBizCardFront

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s