Að eignast maka .. upp úr miðjum aldri.

Þegar við erum ung og verðum kærustupar þá er lífið þokkalega einfalt.  Það er bara þú og hann,  eða þú og hún,  svona eiginlega bara svoleiðis.

Svo gerist það svo oft,  því miður alllt of oft, að þetta par með einfalda lífið fer að flækja það því það kann ekki alveg að vinna saman eða lifa saman og endar sambandið þá oftar en ekki með skilnaði,  ef þau þá ekki hanga á óánægjunni einni saman  – nú eða af gömlum vana.

Annað hvort ætti fólk að leita sér hjálpar hvað sambandið varðar og finna sátt í sambandinu eða slíta því.  Svona hvorki né, er varla neitt til að hrópa húrra fyrir.

En hvert vorum við komin, jú, þegar flæða svona fyrrverandi út á „sambandsmarkaðinn“  þá eru þessir fyrrverandi oftar en ekki komin með börn – og fyrrverandi eiga fyrrverandi í misgóðu andlegu jafnvægi eða stuði til að láta fyrrverandi í friði.  Fókusinn er allt of oft stilltur á fyrrverandi,  hvað hún/hann er að gera,  o.s.frv.   Annað hvort er að vera eða ekki vera í sambandi, er það ekki?

Það er ekkert auðvelt að byrja í nýju sambandi,  en fólk tekur áhættuna því það er gott að elska og vera elskuð.  Snerta og vera snert.   En vegna þess að fólk kemur með farangur inn í sambönd vill farangurinn oft verða of þungur að dröslast með og þá verður að kunna að losa sig við þannig að það passi í ferðatöskuna.  „Hámarkvigt 20 kg“ .. eins og í flugvélunum!

Það þarf að sortera – svo vélin geti flogið! ..

Farangur getur þýtt ýmislegt,  eins og áður hefur komið fram; fyrrverandi – það er engin spurning að það má alveg losa sig við hann/hana,  börn eru líka farangur en það skilur enginn við börnin sín, eða ætti ekki að gera það þó sumir geri því miður.   Þau eru hluti farangurs sem verður að taka með í reikninginn og læra að púsla þeim inn í nýja sambandið.   Hljómar einfalt? – Það er það ekki og sérstaklega ekki þegar fyrrverandi hefur ítök og reynir að spilla fyrir.  Skil ekki að fólk hafi ekki meiri sjálfsvirðingu en að vera að böggast í fyrrverandi og nýja sambandinu? –   Eða jú ég skil það,  þetta eru særðar manneskjur sem oft hafa upplifað mikla höfnun og vanlíðanin er slík að þær vilja skemma fyrir – „Ef ég finn ekki hamingjuna má hann/hún ekki finna hana“ –

„Hann/hún á ekki gott skilið eftir það sem hann/hún gerði – og ég ætla að skemma fyrir“ …

En ojbara – af hverju ekki sleppa tökum á þessum „njóla“ sem fyrrverandi hlýtur að vera og fara að lifa í eigin lífi en ekki hans/hennar?

Snúið?

Svona vesen er allt of algengt – og ég hvet alla/r til að líta í eigin barm.

Fyrirsögnin er „Að eignast maka … upp úr miðjum aldri“ ..  það þarf ekkert að vera „miðjum“ aldri .. það er bara hvenær sem er.

Það getur verið um þrítugt – fertugt – fimmtugt og uppúr ..

Ég talaði við konu á sjötugsaldri og hún saknaði þess að eiga „partner“ –   þegar þú segir „ping“ – þá er einhver annar sem segir „pong“ ..  Það er koddahjal og knús og svona „hvernig var dagurinn hjá þér“  rabbið sem margir sakna.   Einhver sem deilir með þér lífinu,  þú kastar og það er einhver sem grípur,  kastar til baka og þú grípur.

Einhver sem nýtur með þér sólarlagsins. 

Það er ekki þannig að það sé alltaf skemmtilegra að eiga partner – sérstaklega ef þeir eru leiðinlegir 😉 .. eiga við drykkjuvandamál að stríða eða með einhver önnur vandræði þá dregur þessi partner, eða það sem fylgir honum úr þinni eigin lífsgleði.. þá sannast hið forkveðna að betra er autt rúm en illa skipað.

Það er dýrmætt að eiga góðan maka – sem mætir þér á miðri leið, þarf ekki að vera í samkeppni við þig,  þið styðjið hvort annað,  hafið kósý saman á köflóttum náttbuxum – og dekrið hvort annað til skiptis.  Undirstaða góðs sambands er að vera í góðu sambandi við sjálfa/n sig.  Það er gott að vera í góðu sambandi og njóta sólarlagsins.

Eigum við það ekki öll skilið?

556212_332315983512626_1540420215_n

15 hugrenningar um “Að eignast maka .. upp úr miðjum aldri.

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

  2. Þetta er algjörlega slegið. Maður þarf að takmarka farangurinn. En börnunum verður maður að sinna eftir bestu getu. Takk fyrir þessa grein Jóhanna

  3. ‘O já það getur verið flókið, en það er yndislegt að eiga félaga til að deila lífinu með 🙂

  4. Bakvísun: Mest lesnu pistlarnar … | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s